Uncategorized — 16/08/2013 at 00:56

Upphitun: vs. Aston Villa (H)

by

olivier-giroud_2352223b

 

 

Þá fer stóra stundin sem við höfum beðið eftir í rúma þrjá mánuði að renna upp. Enski boltinn er að byrja á nýjan leik. Okkar menn í Arsenal hefja leik kl 15:00 á laugardaginn og fá þá liðsmenn Aston Villa í heimsókn.

Aston Villa á að vera sigur á pappírnum, en því miður hefur hann aldrei unnið leikina fyrir nokkurt einasta lið. Villa menn áttu nokkuð dapurt tímabil í fyrra og enduðu í 15. sæti.

Flest allir vita hvar helsta ógn Villa manna liggur og hún er í þeirra allra fremsta manni, Belganum Chris Benteke. Benteke er 22 ára gamall framherji og fór hamförum á síðustu leiktíð og hélt Villa mönnum á floti en hann skrifaði undir fjögurra ára samning fyrr í vetur. Benteke skoraði 19 mörk á seinustu leiktíð í búningi Villa í 34 leikjum.

Mikilvægt er að liðið haldi áfram að sýna sterkan varnarleik þar sem að Ramsey hefur verið að gera vel, spilað svolítið djúpt og lokað svæðum og gert eftirleikinn auðveldari fyrir Mertesacker og Koscielny, sem hefur enn traustari áhrif á markvörð okkar, sem líklega verður Wojciech Szczesny en Arsenal menn geta skorað mörk úr öllum áttum þar sem að Giroud, Podolski, Walcott og Cazorla skoruðu allir yfir 10 mörk á seinustu leiktíð.

Arsenal hafa gengið nokkuð auðveldlega með Aston Villa síðustu árin en þeir hafa náð 13 stigum af 15 mögulegum í síðustu fimm leikjum liðanna en síðasta tap Arsenal kom einmitt á heimavelli í lok leiktíðar ’10-11.

Við Arsenal menn erum sem fyrr á toppi meiðslalistans. 11 manns þar skráðir en margir taldir tæpir fyrir leikinn.  Arteta, Rosicky, Walcott, Sagna, Cazorla og Ramsey eru tæpir en geta náð leiknum. Öruggt er að Yaya Sanogo, Emmanuel Frimpong, Abou Diaby, Thomast Vermaelen, Ryo Miyaichi og Nacho Monreal munu ekki koma til með að spila leikinn. Aðeins Sylla, Herd og N’Zogbia munu missa af leiknum í liði Villa ef allt helst óbreytt.

Líklegt byrjunarlið:

Szczesny

Sagna – Mertesacker – Koscielny – Gibbs

Ramsey – Wilshere – Cazorla

Walcott – Giroud – Podolski

 

Spá greinarhöfundar: Sterk byrjun á 2-0 sigri, þetta verður jafn og erfiður leikur sem okkar menn hafa að lokum með mörkum frá Giroud og Walcott.

Áfram Arsenal!

Eyþór Oddsson

Comments

comments