Uncategorized — 28/05/2015 at 23:40

Upphitun: Ver Arsenal FA bikartitilinn?

by

Villa

Það verður stórslagur á Wembley á laugardaginn kl 16:30 þegar Arsenal mætir Aston Villa í úrslitaleik bikarsins.

Það er mikið um skemmtilegar staðreyndir í kringum þennan leik. Ef Arsenal vinnur leikinn, verða FA bikartitlar Arsenal orðnir 12 talsins, meira en nokkuð annað lið, en í dag deilir Arsenal fjölda FA bikartitla með Manchester United.

Gordon Ramsey þjálfaði Aston Villa í góð 42 ár á milli áranna 1884-1926 og vann á þeim tíma sex bikarmeistaratitla með félagið. Það er met yfir fjölda bikarmeistaratitla á meðal knattspyrnustjóra, en Arsene Wenger, Sir Alex Ferguson (Man Utd) og Thomas Mitchell (Blackburn) deila 5 titlum hver. Ef Arsenal vinnur þennan leik verður Wenger því, ásamt Ramsey, sigursælasti knattspyrnustjóri FA Cup í sögunni, fyrir utan að Wenger gerir það á 19 árum en ekki 42 eins og Ramsey.

Andstæðingurinn

Andstæðingurinn að þessu sinni er Aston Villa. Aston Villa er stofnað 1874 og er staðsett í Birmingham í Englandi. Aston Villa er sögufrægt lið en það var árið 1888 að formaður Villa á þeim tíma, William McGregor stofnaði ensku knattspyrnudeildina, en þá voru tólf lið í deildinni.

Aston Villa spilar heimaleiki sína á Villa Park og hafa gert frá árinu 1897. Villa Park tekur 42.682 manns í sæti. Frá stofnun ensku úrvalsdeildarinnar árið 1992 hefur Aston Villa spilað þar alla tíð, líkt og keppinautarnir í Arsenal. Aston Villa er eitt af stærstu klúbbum Englands í sögulegu samhengi, þeir unnu einnig Evrópukeppnina árið 1982, keppnina sem menn þekkja í dag sem Meistaradeild Evrópu. Þá voru þeir undir stjórn Tony Barton, sem stýrði Villa frá 1982-1984 en hann lést í ágúst árið 1993, þá 56 ára gamall.

Aston Villa hefur unnið sjö Englandsmeistaratitla en það gerðist síðast árið 1981, en þá voru 22 lið í deildinni og því 42 leikir á hvert lið. Arsenal lenti í þriðja sæti það árið en Arsenal var undir stjórn Terry Neill, en hann er meðal annars þekktur fyrir að hafa stýrt Tottenham í þrjú ár á árunum 1974-1976 og skipt svo beint yfir í erkifjendurna í Arsenal árið 1976, þar sem hann var leikmaður í 11 ár. milli 1959-1970. Hann stýrði Arsenal til ársins 1983.

Leið liðanna í úrslitaleikinn

Þriðja umferð:
Aston Villa 1-0 Blackpool; Benteke (Villa ’88)
Arsenal 2-0 Hull City; Mertesacker (Arsenal ’20), Alexis (Arsenal ’82)

Arsenal spilaði annan FA bikar leik sinn í röð gegn Hull City í þetta sinn og hafði aftur betur 2-0. Þetta var fyrsti FA bikar leikur tímabilsins hjá Arsenal, en Arsenal vann auðvitað bikarinn í fyrra eftir sigur á Hull. Þá var hættulegasta vopn Villa manna, Benteke, hetjan þegar Aston Villa komst upp úr þriðju umferðinni með marki á 88. mínútu gegn Blackpool í 1-0 sigri.

Fjórða umferð:
Aston Villa 2-1 Bournemouth; Gil (Villa ’51), Weimann (Villa ’71), Wilson (Bournemouth ’93)
Brighton 2-3 Arsenal; Walcott (Arsenal ‘2), Özil (Arsenal ’24), O’Grady (Brighton ’50), Rosicky (Arsenal ’59), Baldock (Bournemouth ’75)

Aston Villa átti í fjórðu umferð erfiðan leik gegn Bournemouth, spútnikliði Championship deildarinnar sem gerði sér lítið fyrir og sigraði Championship deildina. Leikar fóru 2-1, þar sem að Aston Villa skoruðu á 51. og 71. mínútu og voru þar með komnir í þægilega stöðu fyrir síðustu mínútur leiksins. Arsenal gerði góða ferð til Brighton þar sem þeir unnu nokkuð þægilegan 3-2 sigur með mörkum Theo Walcott, Mesut Özil og Tomas Rosicky. Brighton náði að klóra í bakkan með því að minnka muninn í 2-1 og aftur í 3-2 en lengra komust þeir ekki og Arsenal sigraði.

Fimmta umferð:
Aston Villa 2-1 Leicester; Bacuna (Villa ’68), Sinclair (Villa ’89), Kramaric (Leicester ’90+1)
Arsenal 2-0 Middlesbrough; Olivier Giroud (Arsenal ’27, ’29)

Aston Villa lagði hörkulið Leicester City af velli í spennandi leik á meðan að Olivier Giroud kláraði Middlesbrough fyrir Arsenal á tveggja mínútna kafla í fyrri hálfleik en Middlesbrough spilaði nokkuð vel í Championship deildinni í vetur og enduðu í 4. sæti deildarinnar og töpuðu í úrslitaleik við Norwich í umspili um sæti í úrvalsdeild.

Sjötta umferð:
Aston Villa 2-0 West Brom; Delph (Villa ’51), Sinclair (’85)
Man Utd 1-2 Arsenal; Monreal (Arsenal ’25), Rooney (Man Utd ’29), Welbeck (Arsenal ’61)

Aston Villa unnu góðan sigur á West Brom í sjöttu umferðinni, en Scott Sinclair gulltryggði þar Villa sigurinn með frábæru marki. Arsenal vann einnig Manchester United á Old Trafford 2-1 í eftirminnilegum leik þar sem að fyrrum Man Utd maðurinn, Danny Welbeck, kláraði dæmið fyrir Arsenal eftir hörmulega sendingu til baka frá Antonio Valencia. Arsenal því í undanúrslit.

Undanúrslit:
Aston Villa 2-1 Liverpool; Coutinho (Liverpool ’30), Benteke (Villa ’36), Delph (Villa ’54).
Reading 1-2 Arsenal; Sanchez (’40), McCleary (’54), Sanchez (‘105+1)

Aston Villa spilaði vel á Wembley gegn Liverpool og unnu 2-1 með mörkum Fabian Delph og Christian Benteke og settu því stórt strik í titlavonum Liverpool á leiktíðinni. Pressan var öll á Liverpool en Liverpool stuðningsmenn hefðu viljað sjá Steven Gerrard leika sinn síðasta leik fyrir félagið í úrslitaleik um bikarinn á sínum eigin afmælisdegi. Þeir fá það ekki þar sem að Villa sigraði leikinn 2-1.

Arsenal átti í erfiðleikum með Championship lið Reading og sigraði 2-1 í framlengdum leik. Þar átti Adam Federici slæm mistök sem urðu til þess að Sanchez skoraði í framlengingunni og það dugði til að koma Arsenal í úrslitaleikinn.

Þjálfari Aston Villa

Þjálfari Aston Villa heitir Tim Sherwood og er fæddur þann 6. febrúar 1969. Hann tók við Aston Villa af Paul Lambert þann 14. febrúar fyrr á þessu ári og hefur gert fína hluti með félagið síðan. Aston Villa voru í bráðri fallhættu þegar Sherwood tók völdin og voru í fallsvæðinu. Tímabilið endaði á því að Aston Villa voru nokkuð pressulausir undir restina, þar sem að sæti þeirra var svo gott sem öruggt þegar ein til tvær umferðir voru eftir af deildinni. Það endaði svo að Aston Villa hélt sæti sínu í deildinni, þremur stigum fyrir ofan Hull City, sem er fallið.

Tim hóf knattspyrnuferil sinn hjá Watford 18 ára gamall og skoraði þar tvö mörk í 32 leikjum. Sherwood var miðjumaður og hafði mikla leiðtogahæfileika, en hann er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Blackburn Rovers, þar sem hann skoraði 25 mörk í 246 leikjum, en hann var fyrirliði Blackburn sem kom á óvart og vann ensku úrvalsdeildina árið 1995. Þar voru þekktir menn eins og Alan Shearer og Graeme Le Saux einnig í broddi fylkingar. Hann kom einnig við hjá Tottenham, þar sem hann átti síðar eftir að verða þjálfari á tímabilinu 2013-14.

Helsta sem ber að varast hjá Aston Villa

Hér dettur aðallega eitt nafn upp í hugan og það er nafnið hans Christian Benteke. Aston Villa var einstaklega bitlaust sóknarlega undir stjórn Paul Lambert, en með tilkomu Tim Sherwood hefur honum tekist að virkja Benteke og hefur hann verið einn heitasti framherji ársins í deildinni. Hann getur skorað á fjölbreyttan hátt og nýtist Villa vel í boxinu, þar sem hann er góður skallamaður og helsti styrkleiki Aston Villa liggur í föstum leikatriðum.

Arsenal þarf að geta varist Benteke og föstum leikatriðum Villa á laugardaginn ef það á að vera einhver lifandi séns á að vinna þennan leik. Þrátt fyrir það er Arsenal talið sigurstranglegra og pressan er klárlega á Lundúnaliðinu að næla sér í annan FA bikartitil.

Fyrri viðureignir:

Eins og sjá má á myndinni hér að neðan hefur Arsenal átt góð tök á Villa að undanförnu. Á myndinni sjást síðustu 11 viðureignir liðanna, þar af ein í bikarnum, sem endaði með sigri Arsenal.

Arsenal hefur því sigrað átta leiki, einn hefur farið jafntefli og tveir endað með sigri Aston Villa. Seinasta tap gegn Villa leit dagsins ljós 17. ágúst 2013 á Emirates Stadium, þegar að Olivier Giroud kom Arsenal yfir eftir sex mínútur en áðurnefndur Benteke kom Aston Villa inn í leikinn með því að jafna leikinn og koma Aston Villa yfir úr vítaspyrnu áður en botninn datt úr þessu hjá Arsenal þegar Koscielny var sendur útaf. Antonio Luna innsiglaði síðan sigur Villa manna

arsenal - villa

EEO

Comments

comments