Arsenal Almennt — 16/01/2016 at 20:39

UPPHITUN: Stoke City – Arsenal

by

stoke arsenal

Að þessu sinni er förinni heitið á Britannia völlinn, eða Mordor eins og Þór Símon bendir á í pistli sínum. Árangur Arsenal síðustu árin á Britannia hefur vægast sagt verið skelfilegur en 6 ár eru komin síðan Arsenal sigraði þar síðast. Með hverjum leiknum styttist þó alltaf meir og meir í sigur.

Hver er mótherjinn?

Stoke City Football Club eins og við þekkjum það var stofnað 1878 eftir að hafa áður heitað Stoke Ramblers en sameining Ramblers og krikketliðsins Stoke Victoria Cricket Club. Það var einn af tólf stofnendum ensku deildarinnar 1888.
Liðið flutti á Britannia tímabilið 1997/98 eftir að hafa verið í 119 ár á Victoria Ground. Tímabilið eftir varð liðið að því liði sem allir á Íslandi áttu að halda með er íslenska fyrirtækið Stoke Holding keypti 70% í klúbbnum. Guðjón Þórðarson var ráðinn sem þjálfari liðsins og vann hann framrúðubikarinn (2000 Football League Trophy). Hann kom þeim svo upp um deild 2001/02 en þrátt fyrir það var Gauji rekinn.
Liðið komst upp í úrvalsdeild tímabilið 2007/08 eftir að hafa endað tímabilið á undan í 2. sæti og þannig komist sjálfkrafa upp. Enn þann dag í dag spila þeir í deildinni og hafa haldið sér þar og ekkert bendir til þess að þeir séu á leiðinni niður á næstunni.

Þjálfarinn

Mark Hughes stýrir skemmtilegu Stoke City liði eftir að það hafði verið þjálfað af leiðinlegasta þjálfara deildarinnar. Hann tók við liðinu 2013 eftir að hafa stoppað stutt hjá Man City, Fulham og QPR.  Hann er líklega hve frægastur fyrir verk sitt með Blackburn Rovers en hann var þar þjálfari í 4 ár og stóð sig bara alveg ágætlega.
Mark Hughes vill láta liðið sitt spila rólegan bolta sem snýst um það að halda boltanum innan liðsins og skapa tækifæri. Hann lætur liðið spila 4-2-3-1 en getur einnig dottið í 4-5-1 eða 4-4-1-1.
Segja má að Mark Hughes hafi gert vel í að breyta leikstíl Stoke en liðið var fyrir hans komu þekkt fyrir leiðinlegan bolta þar sem treyst er á föst leikatriði og að bomba boltanum fram og vonast til að eitthvað gott gerist.

“They have done very well. they have moved forward as well because they have improved their creative potential with players like Arnautovic, Afellay, Shaqiri, Bojan – they can create and play.”

Lykilmenn & meiðsli

Marko Arnautovic er mjög hættulegur leikmaður sem þarf að hafa miklar gætur á. Hann er markahæstur í liðinu með 7 mörk og líklegur til alls.
Xherdan Shaqiri er líklega stærsta nafn sem spilar hefur fyrir Stoke City. Margir hafa verið undrandi þegar hann ákvað að fara til Stoke frá Inter þar sem Stoke getur varla talist vera stórlið en mörg stórlið voru á eftir honum. Hann færir liðinu mikla hættu af kantinum og er með svakaleg læri þannig hann er líklega sá maður sem þarf mest að passa. Hinsvegar eru góðar fréttir að berast en hann mun ekki taka þátt í leiknum.

Þrír leikmenn eru sagðir vera tilbúnir í leikinn samkvæmt Physioroom en það eru þeir Stephen Ireland, Marc Muniesa og Geoff Cameron en þeir eiga allir endurkomu á morgun. Jonathan Walters og Ryan Shawcross eru svo einnig á listanum og engin dagsetning komin fyrir þá. Mark Hughes hefur þó sagt að það séu um þrír mánuðir í endurkmu Shawcross.

Síðustu leikir

Stoke unnu góðan sigur á Norwich í síðustu umferð og lauk leikum þar 3-1 á Britannia vellinum. Þar á undan unnu þeir Doncaster í FA bikarnum ekki nógu sannfærandi 1-2 á útivelli, en sigruðu samt sem áður. Tvö töp voru þá á undan en fyrra var gegn FC Tuddbolta og næst á móti 0-1 tap gegn Liverpool í Capital One bikarnum. Ekki má þó fara í þennan leik með vanmat þar sem þeir hafa skellt báðum Manchester liðunum í vetur sem og Chelsea (afrek?)

Meiðslafréttir Arsenal

Engin ný meiðsli hafa sprottið upp frá Liverpool leiknum og í staðin eru leikmenn að koma úr meiðslum. Alexis á möguleika á að spila en Wenger segir að það séu 60:40 líkur á að hann spili. Rosicky er nálægt því að geta spilað en hann þarf einhverja leiki með u21 liðinu. Einnig er vert að minna á að það styttist í Welbeck og Wilshere en þeir ættu að geta tekið þátt í verkefnum aðalliðsins um mánaðarmótin.

Líkleg byrjunarlið

———————— Cech——————————–

–Bellerín – Koscielny – Mertesacker – Monreal–

—————– Flamini – Ramsey————————

—- Walcott  ———- Özil —————– Campbell—

————————- Giroud ———————————

Comments

comments