Leikjaumfjöllun — 26/12/2015 at 00:55

Upphitun: Southampton – Arsenal kl. 19:45

by

match-preview-arsenal-home-news148-2868035_478x359

Southampton – Arsenal klukkan 19:45

Jólasveinninn kom snemma í ár og gaf okkur væna gjöf í sigri okkar á Manchester City í síðustu umferð. Leikum lauk þar 2-1 okkur í vil og sáu þeir Theo Walcott og Olivier Giroud um markaskorunina.
Ef við viljum sjá til þess að titillinn verði okkar í vor er ekki nóg að sigra bara stóru liðin heldur þarf líka að sigra öll hin liðin og eitt af hinum liðunum er einmitt Southampton sem við eigum leik gegn á laugardaginn. Leikurinn byrjar kl 19:45 og verður leikinn á St. Mary‘s Stadium.

Hver er mótherjinn?

Southampton FC var stofnað á því herrans ári 1885, og eiga þeir því 130 ára afmæli í ár. Áður en liðið féll 2005 var það búið að vera í 27 ár samfleytt í efstu deild á Englandi.
Liðið hefur aldrei unnið efstu deild en náðu þó öðru sæti tímabilið 1983/84. Við spiluðum einmitt gegn þeim í úrslitaleik FA Cup þar sem David Seaman var kvaddur með titli. Gengi liðsins hefur verið með ágætum síðan það kom upp í úrvalsdeildina aftur 2012. Þeir hafa skapað sér nafn að vera léttleikandi lið enda þegar lið eru þjálfuð af Mauricio Pochettino og Ronald Koeman býst maður ekki við öðru. Þrátt fyrir að hafa selt mjög margar af stjörnum sínum síðustu tvö ár hefur liðinu ávalt tekist að halda dampi í deildinni og fengið ódýrari lausnir í staðin sem eru ekkert síðri. (kunnuglegt?)
Liðið er sem stendur í 12. sæti deildarinnar með 21 stig eftir 17 leiki.

Þjálfari

Hinn hollenski þjálfari Southampton, Ronald Koeman hefur verið þjálfari liðsins síðan sumarið 2014. Þar á undan var hann þjálfari Feyenoord og náði þar fínum árangri. Sem leikmaður var Ronald Koeman frábær leikmaður en hann skapaði sér hve helst nafn á árum sínum hjá Barcelona. Eyddi hann 6 árum á Camp Nou en hafði fyrir það einnig verið hjá risunum tveim í Hollandi, PSV og Ajax en hann eyddi þrem árum hjá hvoru liði. Ferillinn endaði svo hjá Feyenoord en hann tók tvö tímabil með þeim, 1995-97.
Eftir að hafa fengið stuðulinn 11/2 á að falla niður um deild stóð Koeman sig frábærlega á sínu fyrsta tímabili og náði 8. sæti. Hann lætur liðið sitt spila klassískt 4-2-3-1 en miðjan hefur þó breyst hjá honum niður í 4-1-2-2-1. Hann vill láta liðin sín halda boltanum og vill stjórna miðjunni. Við munum þurfa að hafa fyrir sigrinum því hann lætur liðið pressa mótherjann og þurfa okkar menn því að vera á tánum.

Undanfarnir leikir

Í seinasta leik lá Southampton heima gegn nágrönnum vorum í Tottenham, 0-2. Southampton eru staddir í 12. sæti deildarinnar en hafa þó ógnarsterkan hóp. Southampton hefur spilað sjö leiki við Arsenal síðan liðið kom aftur upp í úrvalsdeild en þetta er þeirra fjórða leiktíð í röð í hópi þeirra bestu.

Arsenal lentu í basli með Southampton á seinustu leiktíð en seinasti leikur þeirra við Arsenal sem fór fram á þessum velli endaði með 2-0 sigri Southampton á nýársdag 2015. Í þessum sjö leikjum er markatalan 13-8, Arsenal í vil en þar spilar stórt inn í leikur liðanna á Emirates 15. september 2015 sem endaði 6-1 fyrir Arsenal. Alls hafa þrír leikir Arsenal endað með sigri, tveir jafntefli og tvö töp en bæði töpin áttu sér stað á seinustu leiktíð, annað þeirra í deildarbikarnum.

Meiðsli

Sjö leikmenn eru á meiðslalista eins og er en aðeins Mikel Arteta á séns á að snúa aftur í byrjunarliðið samkvæmt heimildum PhysioRoom.com. Á meiðslalistanum eru þeir Tomas Rosicky, Danny Welbeck, Jack Wilshere, Francis Coquelin, Santi Cazorla og Alexis Sanchez.

Hjá Southampton gæti markvörðurinn Marten Stekelenburg snúið aftur en Forster, Gardos og Rodriquez eru frá vegna meiðsla.

Líklegt byrjunarlið

Búast má við svipuðu byrjunarliði og gegn Manchester City.

Giroud
Campbell – Özil – Walcott
Ramsey – Flamini
Monreal – Mertesacker – Koscielny – Bellerin
Cech

Eyþór Oddsson & Símon Rafn Björnsson

Comments

comments