Uncategorized — 03/03/2015 at 15:09

Upphitun: QPR á Loftus Road – Miðvikudagskvöld – 19:45

by

Ramsey Cazorla

Queens Park Rangers – Arsenal á Loftus Road á miðvikudagskvöld kl 19:45

Annað kvöld fer Arsenal í stutt ferðalag á Loftus Road í Lundúnaborg og mætir þar liði Queens Park Rangers kl 19:45. Chris Ramsey er þjálfari QPR en hann tók við stjórn QPR út leiktíðina eftir að Harry Redknapp sagði upp í byrjun síðasta mánaðar.

Gengi liðanna

  • Arsenal hafa unnið seinustu þrjá úrvalsdeildarleiki gegn QPR og tapað aðeins einum í síðustu 7. W5-D1-L1
  • Á móti kemur hafa Arsenal aðeins unnið einn af síðustu sjö útileikjum gegn QPR í deild
  • Í seinustu þrettán deildarleikjum gegn QPR hefur liðið aðeins skorað 13 mörk, eða eitt að meðaltali í leik
  • QPR eru án sigurs í seinustu níu úrvalsdeildarleikjum gegn Lundúnaliðum (W0-D3-L6)
  • Þeir hafa tapað fimm af síðustu sex deildarleikjum og hafa aðeins unnið einn leik í síðustu níu síðan á jóladag.
  • Matt Phillips hefur gert þrjár stoðsendingar í seinustu tveimur leikjum, en hann hafði áður aðeins náð tveimur stoðsendingum í 32 leikjum
  • Skytturnar í Arsenal hafa unnið sex af síðustu sjö deildarleikjum, og leitast nú eftir fjórða sigrinum í röð
  • Giroud hefur skorað sjö mörk í síðustu níu leikjum sínum
  • Özil hefur gert fimm stoðsendingar í seinustu tólf deildarleikjum, en þar af voru tvö gegn Everton á sunnudaginn

Wenger fyrir leikinn:

Gabriel Paulista byrjaði sinn fyrsta leik í byrjunarliði Arsenal á sunnudaginn á kostnað Per Mertesacker og þótti standa sig vel. Hann átti nokkrar frábærar tæklingar en leikur hans var þó ekki gallalaus, en svo virtist sem ákefðin á Englandi hafi komið honum á óvart þar sem Romelu Lukaku stal boltanum af honum á fyrstu tíu mínútum leiksins og var nálægt því að skora, en David Ospina var á tánum og bjargaði.

Við erum allir hér til að þjóna klúbbnum og líta á hagsmuni hans frekar en þínar eigin þarfir sem einstaklings. Per Mertesacker hefur spilað fullt af leikjum og hefur frábært hugarfar.

Hann hefur frábæran og ótrúlegan andlegan þroska, og hans framlag til liðsins hefur verið frábært. Það koma tímabil þar sem menn detta aðeins úr formi og það gerist fyrir bestu menn.

Við keyptum Gabriel því okkur finnst hann tilbúinn til að spila með aðalliðinu og auðvitað er það hans markmið. Enskan hans er ekki fullkomin en hann skilur meira en hann talar.

Hann hefur sýnt að hann er varnarmaður sem er einbeittur og getur aðlagast varnarkerfinu okkar. Þetta var mjög jákvæð frammistaða hans gegn Everton miðað við fyrsta leik.

Arsene Wenger um Per Mertesacker og Gabriel Paulista

Það er mikill munur á gengi QPR heima og úti. Þetta er svolítið eins og andrúmsloftið á Highbury, aðdáendur eru nálægt og tryggir félaginu, en þetta er tækifæri fyrir okkur að halda áfram góðu útivallargengi í deildinni og við viljum stigin þrjú.

QPR er lið sem berst fyrir því að fara ekki niður. Þeir eru með 22 stig og það eru þrjú lið með þennan stigafjölda, ásamt Leicester á botninum með 18, svo að það eru fjögur lið í augnablikinu í fallsvæðinu. Eitt þeirra heldur sér uppi, kannski tvö, svo að þú býst við að þeir gefi sig alla í þetta og baráttunni sem þú færð frá liði sem berst um fallið.

Arsene Wenger um fallbaráttuna og QPR

Það sem þú getur sagt um toppbaráttuna er að þetta verður mjög jafnt. Þú lítur upp fyrir okkur og sérð að Man City eru fjórum stigum á undan okkur, og þú lítur niður töfluna og sérð að það er fullt af liðum að elta okkur.

Ef þú spyrð lið sem er fjórum stigum á eftir okkur segja þau að það sé raunhæft að reyna að ná okkur. Man City eru fjórum á undan okkur svo að sjálfsögðu er þetta hægt.

Man Utd eru einu stigi á eftir og Liverpool þremur. Það er mikið eftir en þegar það er komið í mars þá breytist þetta hratt á lokasprettinum og það sem þú þarft að gera er að einbeita þér sem mest að því hvað þú átt að gera og hvernig í stað þess að líta á önnur lið.

Þetta verður mjög jafnt og það verður stöðugleiki í úrslitum sem skiptir máli og andlegur styrkur. Það munum við þurfa á miðvikudagskvöld gegn QPR.

Arsene Wenger um toppbaráttuna

Liðsfréttir:

Aaron Ramsey snýr aftur í hóp Arsenal manna fyrir leikinn en ólíklegt er að hann byrji leikinn. Francis Coquelin nefbrotnaði í leiknum gegn Everton á sunnudaginn og er tæpur. Arsene Wenger segir enga augljósa ástæðu vera fyrir því að Coquelin geti ekki spilað leikinn en hann mun láta læknateymið sjá um að skera úr um það hvort hann verði leikhæfur.

Mathieu Flamini missir af næstu tveimur leikjum liðsins vegna meiðsla en er skammt frá því að koma til baka. Sömu sögu er að segja af Jack Wilshere, en hann verður frá í þessum leik, sem og gegn Manchester United í bikarnum á mánudagskvöldið næstkomandi. Framhaldið hjá Wilshere eftir Man Utd leikinn er ekki ljóst.

Mikel Arteta og Mathieu Debuchy eru einnig frá, ásamt Abou Diaby líkt og vanalega.

Andstæðingurinn:

Andstæðingurinn að þessu sinni er eins og áður sagði Queens Park Rangers. Þeir verða hið minnsta án átta leikmanna í þessum leik vegna meiðsla og leikbanns. Adel Taarabt, Mauricio Isla, Leroy Fer, Nedum Onuoha, Richard Dunne, Sandro Raniere og Alejandro Faurlin.

Þá verður Joey Barton í leikbanni eftir að hafa fengið rautt spjald í síðasta leik gegn Hull City. BBC talar um að það gæti verið miðjumaðurinn Sandro sem tæki stöðu Barton, en Sandro er nýstiginn upp úr hnémeiðslum.

Líkt og sagt er efst í upphituninni hafa Arsenal unnið 5, gert 1 jafntefli og tapað 1 í síðustu sjö gegn QPR en gengið verr gegn QPR á útivelli, þar sem þeir hafa aðeins unnið 1/7 á Loftus Road og skorað aðeins eitt mark að meðaltali í leik í síðustu 13 leikjum.

Þessi lið hafa mæst 52 sinnum í öllum keppnum í sögu knattspyrnunnar. Arsenal hafa unnið 23 (44.23%), jafntefli hafa orðið 14 sinnum (26.92%) og 15 töp gegn QPR (28.85%).

Það hafa aðeins orðið sex leikir liðanna á þessari öld. Arsenal lagði QPR á Loftus Road 6-0 í janúar 2001 í FA bikarnum en QPR kom upp í úrvalsdeild tímabilið 2011/12 og hefur verið þar síðan, að undanskildu einu tímabili þar sem þeir féllu og komu upp aftur. Síðan þá hafa Arsenal unnið fjóra leiki en QPR einn. Þrír leikir hafa farið fram á Emirates og þeir enduðu allir með sigri Arsenal, nú síðast á annan í jólum. Hinir tveir fóru fram á Loftus Road þar sem Arsenal sigraði í maí 2013, 1-0 en tapaði á Loftus Road þann 31. mars 2012, 2-1.

Heimildaskrá
Arsenal Team News
Wenger: Loftus Road is like Highbury
Wenger: Acceleration is there for final sprint
Wenger: Mertesacker hefur frábært hugarfar
BBC Match Preview
Physioroom.com
QPR / Arsenal Head-to-head; Soccerbase.com

EEO

Comments

comments