Uncategorized — 12/04/2013 at 22:27

Upphitun: Norwich (Emirates) – Laugardagur kl 14:00

by

Ars - Norw

 

Líkleg byrjunarlið á morgun

Það verður veisla á Emirates Stadium kl 14:00 á morgun, laugardag, þegar okkar ástsæla Arsenal lið fær Norwich í heimsókn. Arsenal liðið hefur spilað afbragðs fótbolta að undanförnu eða síðan þeir unnu Bayern Munchen 2-0 úti sem virðist hafa fleytt miklu sjálfstrausti í félagið en þeir hafa unnið fjóra leiki í röð.

Það verða líklega breytingar gerðar á byrjunarliðinu þar sem að Per Mertesacker nældi sér í rautt spjald þegar 20 mínútur voru eftir í leiknum gegn West Brom. Hans í stað kemur væntanlega fyrirliðinn Thomas Vermaelen.

Arsene Wenger hefur sagt að Englendingarnir Theo Walcott og Jack Wilshere eigi 90% líkur á að spila leikinn en gert er ráð fyrir að þeir byrji á bekknum. Tomas Rosicky er einnig tæpur vegna meiðsla en hann átti stórgóðan leik gegn West Brom um síðustu helgi og það er okkar von að hann sé heill.

Arsenal fóru á Carrow Road þann 20. október á þessu tímabili og spiluðu þar fyrri leikinn sinn gegn Norwich á tímabilinu. Er glatað frá því að segja að Arsenal áttu þarna einn af sínum slöppustu leikjum á leiktíðinni og töpuðu 1-0 og sat það í mönnum því þeir áttu sennilega enn verri dag þegar þeir mættu Schalke á heimavelli í Meistaradeildinni í vikunni á eftir, en margir Íslendingar úr Arsenal klúbbnum voru á þeim leikog tóku þar forskot á hina mögnuðu afmælisferð Arsenal klúbbsins.

Hjá liði Norwich eru fjórir leikmenn á meiðslalista skv Physioroom en tveir þeirra eiga séns á að ná leiknum á morgun, en það eru Pilkington og Bunn. A. Surman og J. Ruddy eru frá vegna meiðsla.

Gengi Norwich á leiktíðinni hefur verið afleitt. Þeir spiluðu vel fyrri hluta tímabils og unnu Wigan 15. desember í úrvalsdeildinni en hafa ekki riðið feitum hesti síðan þá en þeir hafa spilað 17 leiki síðan og aðeins unnið tvo, gegn Peterborough í bikarnum og Everton í deildinni. Norwich hefur því ekki unnið leik síðan 23. febrúar á þessu ári og er það eini sigurleikur liðsins í deildinni á árinu og hafa gert sjö jafntefli og tapað fjórum.

Það er þó alltaf hættulegt að spila gegn liði sem að hefur gengið illa því þeir koma væntanlega á Emirates í vígahug, enda margt í húfi hjá þeim drengjum í Norwich og einhverntíman er alltaf fyrst. Það má ekki vanmeta Norwich því þeir eru með hörkufínan hóp.

 

Eyþór Oddsson

Comments

comments