Leikjaumfjöllun — 12/12/2015 at 23:14

Upphitun: Næst toppsætið á morgun?

by

Arsenal v Aston Villa - Premier League

Arsenal freistar þess að komast á topp ensku úrvalsdeildarinnar, að minnsta kosti til mánudags þegar liðið fer í heimsókn til Aston Villa kl 13:30 í dag, sunnudaginn 13. desember.

Andstæðingurinn

Að þessu sinni fer Arsenal í heimsókn til yfirburða slakasta liðs deildarinnar til þessa, Aston Villa í leit sinni að þremur stigum. Aston Villa hefur aðeins unnið einn leik á leiktíðinni og gert þrjú jafntefli og eru því lang neðstir með sex stig.

Gengi liðanna að undanförnu

Þrátt fyrir skelfilegan nóvember mánuð hefur Arsenal tækifæri til að komast á topp ensku úrvalsdeildarinnar með sigri, en Arsenal hafa rétt úr kútnum með tveimur góðum sigrum á Sunderland og Olympiakos í vikunni. Arsenal mætir því með sjálfstraustið í lagi eftir magnaðan leik gegn Olympiakos í Grikklandi þar sem allt var undir.

Líkt og áður sagði hefur Aston Villa aðeins sigrað einn leik í deildinni til þessa en það var leikur gegn Bournemouth, sem var opnunarleikur tímabilsins hjá Aston Villa og eru þeir því búnir að fara 14 leiki í röð án sigurs. Þeir hafa aðeins unnið einn leik í deildarbikar í millitíðinni gegn nágrönnum sínum í Birmingham.

Maður umferðarinnar

Maður umferðarinnar er okkar fyrrverandi leikmaður, Remi Garde, sem hefur fengið það verkefni að taka við stjórn liðsins af Tim Sherwood. Hann spilaði fyrir Arsenal á árunum 1996-1999, en Wenger hafði í ágúst 1996 mælt með því að Arsenal keypti Remi Garde og Patrick Vieira, sem var gert. Wenger tók svo sjálfur við liðinu í september 1996.

Liðsfréttir

Stutt er í Alexis Sanchez, en hann er þó ekki klár í slaginn gegn Villa. Rosicky mun snúa aftur í lok janúar og Wilshere er frá a.m.k. út árið Heimild: Arsenal.com. Fleiri leikmenn sem eru frá eru Santi Cazorla, Mikel Arteta, Francis Coquelin og Danny Welbeck Heimild: PhysioRoom.

Líklegt byrjunarlið:

Gera má ráð fyrir svipuðu liði og spilaði gegn Olympiakos í vikunni.

Giroud
Walcott – Özil – Campbell
Ramsey – Flamini
Monreal – Mertesacker – Koscielny – Bellerin
Cech
Varamenn: Ospina, Debuchy, Gibbs, Chambers, Gabriel, Alex Oxlade-Chamberlain, Alex Iwobi.

EEO

Comments

comments