Uncategorized — 17/01/2015 at 21:05

Upphitun: Man City (Ú) – 18. janúar 16:00

by

Manchester City v Arsenal - FA Community Shield

Arsenal fer í heimsókn á Etihad völlinn kl 16:00 á morgun og mætir þar heimamönnum í Manchester City.

Liðin hafa mæst tvisvar áður á leiktíðinni. Á Emirates gerðu liðin 2-2 jafntefli þar sem Wilshere og Alexis sáu um mörk okkar manna.

Hinn leikurinn fór fram á Wembley í góðgerðarskildinum þar sem Arsenal fór hamförum og lagði City menn 3-0 með mörkum frá Cazorla, Ramsey og Giroud.

Arsene Wenger:
Danny Welbeck er ekki tilbúinn ennþá. Hann finnur ennþá til svo að við verðum að vera þolinmóðir. Ég held hann hafi tvær vikur til viðbótar þar til hann snýr aftur.

Kieran Gibbs ætti að snúa aftur í hópinn og Aaron Ramsey, Mesut Özil og Theo Walcott verða allir klárir í slaginn eftir löng meiðsli.

Um Stoke leikinn sem fór 3-0 fyrir Arsenal: Það sem gladdi mig var hugarfar okkar, spil okkar, sú staðreynd að við stýrðum leiknum vel og það að við skoruðum mörk og héldum hreinu.

Við litum alltaf hættulega út þegar við fórum fram og litum alltaf út eins og við værum með yfirhöndina svo við gætum stýrt leiknum allan leikinn.

Við litum alltaf hættulega út með beittar sendingar. Hreyfingar okkar án bolta var betri og boltinn gekk hraðar á milli manna, það er mjög mikilvægt fyrir okkur.

Við eigum núna fimm mánuði framundan sem eru nauðsynlegir og mjög mikilvægir. Hvernig við bætum okkur leik frá leik er auðvitað mjög mikilvægt.

Arsenal hefur ekki sigrað Manchester City á útivelli í síðustu þremur leikjum. Sirka fjögur og hálft ár eru síðan að Arsenal lagði síðast Manchester City á útivelli með mörkum Alex Song, Samir Nasri og Nicklas Bendtner þann 24. október 2010. Þess má geta að aðeins fimm leikmenn sem í hópnum voru í þeim leik spila enn fyrir Arsenal í dag en þeir voru allir á bekknum. (Szczesny, Koscielny, Gibbs, Walcott, Rosicky).

EEO

Comments

comments