Uncategorized — 16/04/2015 at 12:20

Upphitun: Leikur gegn Reading á laugardag

by

Reading v Arsenal - Capital One Cup Fourth Round

Arsenal tekur á móti Reading á Wembley kl 16:20 á laugardaginn í bikarnum þar sem þeir freista þess að komast í úrslitaleikinn annað árið í röð. Hinn leikurinn í keppninni er leikur Liverpool og Aston Villa.

Reading er eina liðið sem eftir er í keppninni sem ekki spilar í úrvalsdeildinni en Reading situr í 18. sæti Championship deildarinnar með 47 stig.

Fyrri viðureignir liðanna

Arsenal og Reading hafa mæst í heildina 12 sinnum en ótrúlegt en satt hefur Arsenal unnið alla þessa leiki. Einn þeirra fór að vísu jafntefli eftir 90 mínútur en Arsenal vann leikinn á endanum í framlengingu í deildarbikarnum með einum ótrúlegasta sigri sem Arsenal hefur séð, 7-5.

Staðan í þeim leik var 4-4 eftir venjulegan leiktíma en Arsenal hafði lent 4-0 undir eftir 37 mínútur og jafnað með marki frá Carl Jenkinson í uppbótartíma.

Liðsfréttir:

Arsenal hefur úr þokkalega stórum hóp að velja en aðeins Alex Oxlade-Chamberlain er meiddur og verður það næstu tvær vikurnar, en Wenger hefur einnig gefið út að Mikel Arteta spili ekki leikinn þar sem honum skortir leikæfingu.

Szczesny mun spila í markinu og Wilshere gæti snúið aftur í hóp Arsenal fyrir þennan leik.

Andstæðingurinn

Andstæðingurinn að þessu sinni er lið Reading sem eins og áður sagði situr í 18. sæti Championship deildarinnar. Þeir hafa verið í miklu basli síðan í mars í sinni deild en þeir hafa ekki unnið leik frá því þeir lögðu Bradford 16. mars í síðustu umferð í bikarnum.

Þann 10. mars lögðu þeir Brighton en það er síðasti sigurleikur liðsins. 24 stig hafa verið möguleg fyrir lið Reading síðan í mars en þeir hafa aðeins náð 7 stigum eða 29,16% af mögulegum stigum.

Wenger fyrir leikinn:

Ég lít ekki á þennan leik sem tækifæri fyrir einhverja einstaka leikmenn, þetta er bara tækifæri til að komast í úrslitaleik. Ég mun velja það lið sem mun eiga mestar líkur á sigri að mínu mati.

Ég er smeykur við að finna rétt jafnvægi. Það gæti innihaldið einhverja af þessum leikmönnum en í hreinskilni sagt þá hef ég ekki ákveðið hverjir spila á laugardag.

Öllum finnst erfitt að komast í liðið. Allir leikmennirnir hafa topp gæði. Að sjálfsögðu er það líka erfitt fyrir mig að taka ákvarðanir. Ég bið engan um að skilja að þeir spili ekki því það eiga allir skilið að spila. Þeir verða að sætta sig við ákvarðanir og virða ákvörðunina, þú vilt það frá þínum leikmönnum.

Þetta er minn tíundi undanúrslitaleikur á laugardag svo að það þýðir að við vitum hvernig við undirbúum okkur. Við vitum einnig að það er alltaf erfitt.

Þetta er sérstakt fyrir okkur að deila því með stuðningsmönnum okkar og við viljum fara glaðir heim. Á síðasta ári fórum við í vítakeppni gegn Wigan og við lærðum af því. Ákefðin í liðinu verður mikil.

Sú staðreynd að við unnum vikarinn í fyrra er góð minning og hún örvar hugan og þrána og við viljum taka það jákvæða úr því.

Þegar þú ert kominn í undanúrslit á Wembley þá væri það ekki gáfað að halda að þú mætir bara og vinnir leikinn. Við höfum undirbúið okkur vel frá upphafi leiktíðar og við vitum hverju við mætum. Ég held að liðið muni hafa einbeitinguna sem þarf.

Reading eru með marga leikmenn sem hafa úrvalsdeildarreynslu þrátt fyrir basl í Championship deildinni. Þeir eru með gott sóknarlið, með Pogrebnyak, Mackie, Robson-Kanu og McCleary og þeir eru allir hættulegir leikmenn.

Þeir eru mjög skilvirkan stíl og leita mikið að fyrirgjöfum og eru mjög skilvirkir þar. Þeir geta reynst hættulegir fram á við.

Steve Clarke hefur mikla reynslu svo að hann veit nákvæmlega hvað hann vill gera. Hann hefur eytt miklum tíma í afreksþjálfun og hann veit nákvæmlega hvað gerist og ég er viss um að þeir undirbúa sig vel.

Comments

comments