Uncategorized — 27/02/2015 at 23:46

Upphitun: Hvernig bregst Arsenal við gegn Everton?

by

10847109_10153007785106005_596446569_n

Arsenal – Everton á Emirates Stadium – sunnudaginn 1. mars klukkan 14:05

Eftir leik Liverpool og Manchester City á Anfield á sunnudag er komið að leik á Emirates vellinum í London þar sem Everton koma í heimsókn klukkan 14:05.

Arsenal átti vægast sagt erfiðan dag í vikunni þegar liðið lék gegn Monaco í Meistaradeildinni og tapaði 3-1. Arsene Wenger stjóri Arsenal vill að liðið sýni karakter og svari fyrir tapið í vikunni með góðum sigri á þeim bláklæddu.

Arsenal hefur unnið 15 af síðustu 20 viðureignum sínum í öllum keppnum og hefur því verið á mjög góðu skriði seinni partinn á tímabilinu og situr í 3. sæti deildarinnar fyrir ofan Manchester United.

Á móti kemur hafa lærisveinar Roberto Martinez hjá Everton átt slakara tímabil en menn áttu von á. Þeir hafa aðeins unnið fimm leiki af síðustu 20, gert sjö jafntefli og tapað átta. Everton situr í tólfta sæti deildarinnar með 28 stig en Arsenal er í því þriðja með 48, aðeins 4 stigum fyrir ofan Tottenham sem eru í því sjöunda.

PreMatch viðtöl

Arsene Wenger:
Allt gekk á afturfótunum hjá okkur gegn Monaco. Við misstum hausinn svolítið þegar hlutirnir voru ekki að ganga upp. Við týndum þolinmæðinni of snemma, urðum óöruggir of snemma og misstum agan of snemma.

Þegar hlutirnir eru ekki að ganga upp vilja allir bæta úr því en þá taparðu hugsanlega aganum. Við vissum fyrirfram að einvígið er 180 mínútur og ef það gengur ekki vel, þá verður þú samt að halda aga og það klikkaði.

Þegar kemur að Everton eru þeir lið með mikil gæði, spilar góðan fótbolta og eru hættulegir öllum. Þeir töpuðu 1-0 gegn Chelsea en hefðu allt eins getað unnið leikinn. Það er engin augljós ástæða fyrir að þeim er ekki að ganga vel, þeir eru með svipaðan hóp og í fyrra en þá voru þeir í sterkri stöðu þar til fjórir til fimm leikir voru eftir.

Hector Bellerin:
Það góða við fótboltan er að eftir svona tapleik færðu strax tækifæri á að spila annan leik, sýna fólki að þetta var slys og koma til baka.

Ég held við þurfum að einbeita okkur að þessum leik, spila eins vel og við getum, vera samþjappaðir og vonandi komist aftur á skriðið sem við höfum verið á.

Everton er með fullt af góðum leikmönnum frammi eins og Romelu Lukaku og Kevin Mirallas. Þeir eru mjög góðir leikmenn með góða tækni og kunna að skora mörk svo að við verðum að fara varlega.

Þetta verður erfitt því þeim vantar stig sem þeir hafa misst á tímabilinu. Við vitum að þeir verða 100%.

Fyrrum viðureignir liðanna

203 viðureignir hafa verið háðar í gegnum tíðina milli þessarra liða. 99 sigrar hjá Arsenal, 59 hjá Everton og 45 jafntefli.

Í deildinni hefur Arsenal ekki tekist að sigra Everton í fimm leikjum í röð. Arsenal lagði hinsvegar Everton í FA bikarnum á seinustu leiktíð í leið sinni að FA bikar titlinum með 4-1 sigri á Emirates.

Tímabilið 2011/12 vann Arsenal báða leikina gegn Everton á leiktíðinni 1-0, fyrri á Emirates 10. des 2011 og seinni á Goodison Park 21. mars 2012 og það eru síðustu sigurleikir Arsenal gegn Everton í deild.

Eftirminnileg viðureign þessarra liða var á Goodison Park 15. ágúst 2009 þegar Denilson opnaði leikinn með stórglæsilegu marki á 26. mínútu. Rauðu skytturnar voru alls ekki hættar og komust í 6-0 áður en Louis Saha minnkaði muninn í uppbótartíma í seinni hálfleik.

Liðsfréttir:

Enginn áföll hafa átt sér stað frá leiknum gegn Monaco og allir leikmenn eru heilir sem gátu spilað gegn Monaco. Aaron Ramsey og Mathieu Flamini eru byrjaðir að æfa og nálgast leikhæft form.

Jack Wilshere fór í litla aðgerð á ökkla en það voru tveir tappar í ökkla hans að trufla hann sem þurfti að fjarlægja og hann verður frá áfram í nokkra daga. Hann hefur ekki hlotið bakslag í meiðslin eins og sagt hefur verið í fjölmiðlum, þessi aðgerð átti að vera framkvæmd í lok tímabilsins en þar sem þetta var að pirra ökklan hans Wilshere þá varð að flýta þessari aðgerð.

Fimm leikmenn í liði Everton eru fjarri góðu gamni í þessum leik, en það eru þeir Christian Atsu, Brian Oviedo, Tony Hibbert, Aiden John McGeady og Steven Pienaar.

Leon Osman mun hinsvegar snúa aftur eftir meiðsli. Everton átti leik í Evrópudeildinni á fimmtudagskvöld þar sem það sigraði lið Young Boys frá Sviss 3-1 og samanlagt 7-2, með tveimur mörkum frá Romelu Lukaku og einu frá Kevin Mirallas.

Aaron Lennon og John Stones snúa einnig aftur í liðið þar sem að Lennon er ekki skráður í hóp Everton í Evrópukeppni og Stones var í leikbanni.

Líklegt byrjunarlið Arsenal:

D. Ospina; H. Bellerin, N. Monreal, P. Mertesacker, L. Koscielny; F. Coquelin, M. Özil, S. Cazorla; D. Welbeck; A. Sanchez, O. Giroud

Heimildaskrá:
Heimasíða Arsenal
Viðtal Arsenal við Hector Bellerin
Arsenal TeamNews
Staðan í deildinni á Textavarpinu
Úrslitayfirlit í leikjum Everton – Soccerbase.com
Arsenal – Everton H2H á Soccerbase.com
Upplýsingar um meiðsli Everton frá PhysioRoom.
Heimasíða Everton

Eyþór Oddsson sá um vinnsluna á þessari frétt.

Comments

comments