Arsenal Almennt, Upphitun — 13/08/2016 at 19:32

UPPHITUN: Arsenal – Liverpool

by

Arsenal-vs-liverpool

Gleðilega hátíð kæru Arsenal stuðningsmenn, tímabilið er hafið! Í okkar fyrsta leik mætum við ‚við tökum þetta á næsta tímabili‘ liðinu Liverpool en þeir eru að leggja af stað inn í sitt fyrsta heila tímabil undir stjórn Þjóðverjans Jurgen Klopp, vægast sagt stórleikur í uppsiglingu. Liverpool hafa gert vel í að styrkja sig á leikmannamarkaðnum í sumar en annað má segja um Arsenal. Fínt að sleppa því að eyða púðri í þá umræðu í þessari upphitun en áhugasamir um þá umræðu geta fylgst með á Facebook hópnum Arsenal Ísland.

Hver er mótherjinn?
Liverpool F.C. er stóra liðið í Bítlaborginni Liverpool. Klúbburinn var stofnaður 1892, eða fyrir 124 árum. Liðið er það næst sigursælasta á Englandi með 18 Englandsmeistaratitla, 15 Góðgerðarskildi, 8 deildarbikara og 7 FA bikara. Liðið leikur heimaleiki sína á Anfield sem að tekur 54,167 manns í sæti. Liðið byggir mikið á forni frægð og hefur verið í ákveðinni lægð undanfarin ár en komst þó nærri því að vinna deildina tímabilið 13-14 þegar að Suarez var á staðnum til að koma þeim til bjargar. Þeir náðu ekki að halda uppteknum hætti tímabilið eftir og enduðu í sjötta sæti. Slæm byrjun sá til þess að Brendan Rodgers var rekinn í október 2015 og tók núverandi stjóri, Jurgen Klopp við.

Þjálfarinn
Jurgen Norbert Klopp er fæddur í Stuttgart í Þýskalandi þann 16. júní á því herrans ári 1967. Ef þú ert ekki góð/ur í stærðfræði þýðir það að hann verður fimmtugur á næsta ári. Hann verður seint frægur fyrir sinn feril sem leikmaður en spilaði þó 337 deildarleiki fyrir Mainz í Þýskalandi frá 1990 til 2001. Eftir að hafa lagt skóna á hilluna var hann strax ráðinn þjálfari Mainz og stjórnaði hann þeim frá 2001 til 2008. Á þeim tíma kom hann liðinu í fyrsta skipti í sögunni upp í þýsku Bundesliguna og kom þeim meira að segja í Evrópudeildina. Aftur á móti féll liðið vorið 2007 en hann ákvað þó að vera áfram með liðið. Klopp ákvað að hætta með liðið eftir tímabilið 2007-08 í kjölfar þess að ekki tókst að koma liðinu upp aftur.
Borussia Dortmund sem voru þjálfaralausir eftir að hafa rekið brúðumeistarann Thomas Doll sem að stýrði liðinu til 13. sætis. Á sínu fyrsta tímabili vann hann DFB-Supercup og endaði svo á því að vinna deildina tvö ár í röð, 2010-11 og 2011-12.
Ef við spólum aðeins nær nútíðinni gekk honum skelfilega með liðið á sínu síðasta tímabili með liðið og var liðið lengi vel í fallbaráttu en náði að lokum að klóra sig upp í 7. sætið. Thomas Tuschel tók svo við Dortmund eftir að hann hætti með liðið eftir þetta martraða tímabil.
Jurgen Klopp lætur liðið sitt spila skemmtilegan og hraðan bolta. Frægastur fyrir gegenpressing leikkerfið sitt en það hljómar flókið en er ósköp einfalt. Liðið pressar á mótherjann um leið og það missir boltann og getur Klopp skrifað árangur sinn sem þjálfari á þennan leikstíl. Það er því mikilvægt að standast pressuna frá liðinu því þegar liðið hans nær boltanum sækir það með hraði á mótherjann.

Lykilmenn & meiðsli
Framlína Liverpool er stórhættuleg en hana skipa þeir Daniel Sturridge, Sadio Mane, Roberto Firmino og Coutinho. Við getum þakkað fyrir það að Sturridge sé tæpur á að spila leikinn og það sama má segja um hinn enska James Milner. Með leikmenn eins og Georginio Wijnaldum, Divick Origi og Benteke eiga þeir að sama skapi hættulega leikmenn á bekknum sem geta breytt leikjum.

… nei okei kannski ekki Benteke?

Sadio Mane var markahæstur í liði Southampton á síðasta tímabili ásamt Graziano Pelle með 11 mörk og það sama má segja um Roberto Firmino í liði Liverpool, að vísu einu marki minna.

Fréttir af Arsenal
Enginn af Jenko, Welbeck, Gabriel, Wilshere og Mertesacker er að fara að taka neinn þátt í þessum leik og þá eru litlar líkur á að Özil, Koscielny og Giroud taki þátt vegna skorts á leikæfingu. Það er spurning hvernig vörninni verði stillt upp en við höfum séð menn eins og Monreal spila í miðverði og svo eigum við tvo unga Englendinga sem geta komið í liðið, þá Chambers og Holding. Coquelin hefur verið notaður sem miðvörður á æfingum í sumar en ólíklegt verður að teljast að hann sé á leiðinni að spila þar nema í allra allra allra allra mestu nauðsyn.
Flestir búast við að nýju kaupin okkar, Granit Xhaka byrji á miðjunni og þá helst með Cazorla við hlið sér. Ramsey byrjar þá vonandi í holunni og vonast margir (allir?) eftir því að hann verði upp á sitt besta í vetur eftir gott Evrópumót í sumar.

Líkleg byrjunarlið að mati Guardian

797

Skemmtileg myndbönd

Comments

comments