Arsenal Almennt — 23/01/2016 at 13:34

UPPHITUN: Arsenal – Chelsea

by

arsenal

Stórleikur helgarinnar fer fram á Emirates vellinum okkar á sunnudaginn er Arsenal fær nágranna sína í Chelsea í heimsókn. Arsenal hefur verið á ágætis róli undanfarið en liðið hefur gert tvo jafntefli í röð núna og á móti því sigrað þrjá leiki í röð þar á undan. Chelsea er aftur á móti er að berjast við fallbaráttudrauginn en særingamaðurinn Guus Hiddink virðist vera á góðri leið með að kasta drauginum burt en hann á enn eftir að tapa með liðið eftir að hafa tekið við því af Móra.

Hver er mótherjinn?

Chelsea F.C. var stofnað 1904 og ekkert merkilegt gerðist hjá klúbbnum fram að 1955 þegar að liðið vann sinn fyrsta titil í heildina en þá vann liðið ensku deildina. Liðið vann hina og þessa titla frá 1965 til 1990 en segja má að þeirra besti tími titlalega séð sé frá 1997 en liðið hefur unnið 17 titla á þeim tíma. 1. júlí 2003 er líklega ekki ósvipaður þjóðhátíðardeginum fyrir stuðningsmenn Chelsea en það er dagurinn sem að Roman Abramovich keypti liðið fyrir 140 milljónir punda. Með því breytti hann landslagi fótboltans og má því að hluta til kenna honum um Man City og PSG eins og þau eru í dag. Liðið hefur unnið deildina fjórum sinnum síðan þá ásamt Meistaradeild Evrópu, Evrópudeildina, Góðgerðarskjaldarins og báðum bikarkeppnum Englands.

Þjálfarinn

Guus Hiddink
heitir núverandi þjálfari Chelsea og kemur maðurinn frá Hollandi. Hann er nú að stýra liðinu í annað skiptið en síðast tók hann við aðeins til bráðabirgða en vann þó á þeim tíma FA Cup, á sama tíma og að vera þjálfari Rússlands.
Hiddink eyddi mestum tíma ferils síns sem leikmaður í Hollandi og er líklega ekki frægur fyrir verk sín á vellinum. Hann hóf þjálfaraferil sinn hjá PSV 1987 og var þar í þrjú ár. Önnur stórlið hafa leikið undir hans stjórn en þar má nefna Valencia, Real Madrid og Anzhi Makhachkala. Hiddink hefur einnig sýnt landsliðum mikinn áhuga en hann hefur stjórnað Hollandi tvisvar, Suður Kóreu, Ástralíu, Tyrklandi og Rússlandi.
Meiri leikgleði sést í liði Chelsea eftir þjálfaraskiptin sem að sést vel í sóknarleik þeirra en liðið þarf ekki að sinna eins mikilli varnarskyldu og Mourinho lagði upp með. Hiddink leyfir meira frelsi þegar komið er fram á við. Liðið pressar og vill vinna boltann og þurfa okkar menn að eiga góðan leik á sunnudaginn. Aftur á móti eru þeir ekki eins þéttir í vörninni í samanburði við sóknina.

Lykilmenn & meiðsli

Erfitt er að tala um einhverja ákveðna lykilmenn í þessu liði þar sem bróðurpartur liðsins eru frábærir leikmenn sem eiga það flestir sameiginlegt að hafa verið drullandi upp á bak á tímabilinu en geta allir breytt leiknum upp á sitt einsdæmi. Menn eins og Hazard, fabregas og Diego Costa hafa verið það lélegir að allt tal um að þeir hafi verið skugginn af sjálfum sér er bara gert til að vera kurteis. Aftur á móti má ekki afskrifa neinn leikmann Chelsea og þarf sérstaklega að passa að Terry verði ekki rangstæður því þá er hann líklegur til að skora.
Hiddink gaf það út í dag (22. jan) að bæði Costa og Hazard ættu báðir að vera tilbúnir fyrir leikinn en einhverjar efasemdir væru um hvort Hazard næði að spila heilar 90 mínútur. Fyrir utan þetta ættu allir leikmenn að vera klárir í leikinn.

Síðustu leikir

Chelsea
hefur verið á ágætis róli en þeir gerðu ólöglegt jafntefli við Everton í síðustu umferð en þar á undan gerðu þeir jafntefli við FC Tuddbolta/FC Pulisbolta og unnu Scunthorpe2-0 í bikarnum.

Meiðslafréttir Arsenal

Frábærar fréttir en Alexis og Özil verða með gegn Chelsea. Þeir tveir eru menn sem að geta unnið leikinn fyrir okkur og opna marga möguleika fyrir liðið. Rosicky spilaði fyrir u21 liðið þannig það er enn einhver tími í að hann verði full fær í að spila með liðinu. Welbeck, Cazorla og Wilshere eru enn óleikhæfir.

Líkleg byrjunarlið

445
Tekið af Sky Sports

Af hverju skiptir þessu leikur svona gríðarlegu máli?

Jú, ástæðan er einföld. Þetta er einn af þessum stórleikjum sem þarf að vinna. Ef liðið ætlar sér að ljúka deildinni í maí sem sigurvegari verður liðið að vinna þessa stóru leiki. Hingað til hefur það gengið ágætlega. Sigur á Chelsea til að hefja tímabilið kom á undan markalausu jafntefli við Liverpool. Næst kom tap gegn Chelsea sem gerir þennan leik enn þýðingarmeiri því ég geri ráð fyrir að allir vilji hefna fyrir þann leik en sá leikur er einkar minnisstæður fyrir hálfvitaskapinn í Diego Costa. 2-1 sigur á Tottenham í Capital One Cup fór vel á leið með að setja teiknimyndaplástur á sárið en besti sigur tímabilsins hefur án efa verið rassskellingin sem að Man Utd fékk, en þeim leik lauk 3-0.
Þennan leik verður að vinna því sigur mun gefa liðinu svo mikið andlega sem og stigalega í deildinni og auka möguleika okkar á að vinna titilinn í lok tímabilsins.

Comments

comments