Leikjaumfjöllun — 28/12/2015 at 00:45

UPPHITUN: Arsenal – Bournemouth

by

arsenal-x-bournemouth-28-min

Eftir að hafa sigrað Man City fóru leikmenn Arsenal inn í leikinn gegn Southampton fullir sjálfstrausts, eða það ætti maður að halda. Neinei, í stað þess að eiga góðan leik og taka stigin 3 létu þeir rassskella sig. Bæði liðið og Wenger ættu að setja skóinn út í glugga til hægt væri að gefa þeim kartöflu eða tvær.. en nóg um þann leik.. ekkert gaman að fjalla um hann.

Nýr dagur, nýr leikur og önnur 3 stig sem verður að tryggja. Að þessu sinni er það Bournemouth sem kemur í heimsókn á Emirates. Verðum við aftur fyrir vonbrigðum eða mun liðið rífa sig upp og gera Elneny spenntan fyrir mögulegum félagsskiptum sínum?

Hver er mótherjinn?

AFC Bournemouth er liðið sem að tók 1. sætið af okkur, eða það fer eftir því hvernig á það er litið. Mikið var gert úr því í sumar að liðið heitir AFC Bournemouth og þar af leiðandi á undan okkur í stafrófinu. Mikilvægt því að það sé það eina sem að Bournemouth tekur af okkur. Bournemouth var stofnað árið 1890 en hét upprunalega Boscombe FC en tók á sig núverandi mynd árið 1972 þegar að Bond var stjóri liðsins.
Liðið hefur í heildina unnið til fjögurra verðlauna en þeir unnu eins og frægt er Championship deildina núna síðasta vor, öllum til furðu. Upprisa klúbbsins undanfarin ár er ævintýri líkast. Fyrir 7 árum var spurningamerki sett á það hvort liðið gæti haldið áfram að vera til en vegna mikilla fjárhagsörðuleika. Spilandi í fjórðu efstu deild á Englandi fannst varla sála sem gat ímyndað sér að liðið myndi nokkurntíman spila í ensku úrvaldseildinni. Ekki einu sinni Eddie Howe gat spáð fyrir um að liðið yrði í þeirri stöðu sem þar er í í dag.
.. einnig má minnast á það að völlurinn þeirra tekur aðeins 11,464 manns í sæti.

Þjálfarinn

Eddie Howe var aðeins 31 árs gamall þegar hann tók við liðinu 19. Janúar 2009. Honum tókst hið ómögulega og náði að bjarga liðinu frá falli. Góð úrslit héldu áfram en liðið vann 8 af fyrstu 9 leikjum sínum tímabilið 2009/10 og setti liðið þar með félagsmet. Þrátt fyrir að hafa verið í félagsskiptabanni náði Howe því besta út úr leikmönnum sínum og komst loks upp um deild þökk sé 0-2 útisigri á Burton Albion. Hann hélt áfram með liðið þar til hann tók við Burnley 14. Janúar 2011 og stýrði þeim þar til í október 2012 en hafði á þeim tíma náð 8. sæti á sínu fyrsta tímabili með Burnley og 13. á því seinna.
Hann gerði hið dramatíska og tók aftur við Bournemouth í sama mánuði og hann hætti með Burnley og fékk verðlaun fyrir að vera stjóri mánaðarins í nóvember mánuði á því tímabili. Hann kom liðinu upp í Championship deildina eftir að hafa endað deildina í 2. sæti og tryggði því liðinu sæti í deildinni í fyrsta skipti í sögu liðsins. Liðið hans endaði í 10. sæti tímabilið 2013/14, aðeins 6 stigum frá umspilssæti í ensku úrvalsdeildina. Ekki endar sagan þar heldur náði hann því sem virtist ÓMÖGULEGT þegar hann tók við liðinu í fyrra skiptið og vann Championship deildina með +53 í markatölu.
Nú í deild hinna bestu hefur hann komið á óvart með liðið sem er ekki í fallsæti á jólunum. Með 20 stig sitja þeir í 14. sæti, stigi meira en núverandi Englandsmeistarar Chelsea.
Liðið hans virðist geta hlaupið endalaust en liðið hefur fengið mikið lof fyrir það. Leikmennirnir pressa mjög hart á andstæðinginn. Liðið hefur fengið mjög fá skot á markið en þeir eru í hópi liða á borð við Man City, Arsenal, Man Utd og Liverpool yfir lið sem hafa fengið fæst skot á sig.
Howe vill einnig láta liðið spila boltanum en ekki bomba fram Pulis-style, en hann er ekki hræddur við að nota þá taktík þegar þess þarf. Með góðu boltaspili, stöðugri pressu og hröðum leikmönnum er Bournemouth sýnd veiði en alls ekki gefin.

Lykilmenn & meiðsli

Margir lykilmenn Bournemouth eru meiddir en þar má helst þá Max Gradel, Tyrone Mings, Joshua King, Lee Tomlin, Callum Wilson og Christian Atsu.
Þetta eru allt lykilmenn í liðinu en þeir leikmenn sem eru líklegir til að spila leikinn og gætu ráðið úrslitum eru Artur Boruc, Matt Ritchie og Andrew Surman eru meðal þeirra leikmanna sem gætu tryggt liðinu sigur eða jafntefli.

Síðustu leikir

Bournemouth hefur verið á fljúgandi siglingu undanfarið. Markalaust jafntefli við Crystal Palace hefur þó líklega róað þá aðeins niður en fyrir þann leik höfðu þeir unnið síðustu 3 leiki, 0-1 sigur á Chelsea (afrek?), 2-1 sigur á Man United og 2-1 sigur á FC Tuddbolti, eða WBA. Þeir koma því inn í þennan leik fullir sjálfstrausts.

Meiðslafréttir Arsenal

Ekkert nýtt er að frétta af meiðslum okkar manna frá síðasta leik.

Líklegt byrjunarlið

Það er spurning hvort einhver eins og Özil verði hvíldur en ég þori ekki að giska á neitt. 101greatgoals vill meina einhverjir aðrir verði hvíldir og muni því byrjunarliðið lýta svona út:

——————-Cech————————-

Bellerín – Gabriel – Koscielny – Gibbs

———–Flamini – Ramsey——————-

Campbell ——– Özil –——–Ox————–

—————–Giroud—————————

 

– Símon Rafn

Comments

comments