Uncategorized — 10/07/2015 at 02:24

Undirbúningstímabilið hafið – Hópurinn sem fer til Singapore

by

Arsenal Home Kit Launch for Season 2015/16

Leikmenn Arsenal eru byrjaðir á undirbúningstímabili en þeir áttu fyrstu æfingu á þriðjudaginn.

Leiðtoginn Arsene Wenger verður án fimm leikmanna þegar kemur að því að ferðast til Singapore í æfingaferð í Barclays Asia Trophy.

Leikmennirnir sem um ræðir eru þeir Tomas Rosicky og Danny Welbeck, sem glíma við lítilsháttar meiðsli. Þá eru David Ospina og Alexis Sanchez ekki með eftir þátttöku þeirra í Copa America. Serge Gnabry er einnig hvíldur vegna þátttöku hans í Evrópumóti U-21 landsliða með Þýskalandi.

Arsenal á leik gegn Singapore XI í Barclays Asia Trophy á miðvikudaginn kemur en hópurinn telur 27 leikmenn sem fara í æfingaferðina.

Alexis Sanchez verður í fríi til 3. ágúst og því ljóst að hann missir af leiknum um samfélagsskjöldinn þann 2. ágúst gegn Chelsea. Serge Gnabry snýr aftur til æfinga 20. júlí og David Ospina snýr aftur þann 27. júlí.

Hópurinn sem fer í æfingaferðina
Chuba Akpom
Mikel Arteta
Hector Bellerin
Santi Cazorla
Petr Cech
Calum Chambers
Francis Coquelin
Dan Crowley
Mathieu Debuchy
Mathieu Flamini
Gabriel
Kieran Gibbs
Olivier Giroud
Alex Iwobi
Laurent Koscielny
Emiliano Martinez
Per Mertesacker
Nacho Monreal
Alex Oxlade-Chamberlain
Mesut Ozil
Aaron Ramsey
Jeff Reine-Adelaide
Wojciech Szczesny
Theo Walcott
Chris Willock
Jack Wilshere
Gedion Zelalem

Comments

comments