Uncategorized — 24/08/2011 at 22:17

Udinese – Arsenal 1-2

by

Arsenal gerði góða ferð til Ítalíu í kvöld en Arsenal er komið áfram í Meistaradeild Evrópu eftir að hafa unnið Udinese samanlagt 3-1 eftir 2-1 sigur í kvöld. Mörk Arsenal í kvöld skoruðu þeir Theo Walcott og Robin Van Persie. Þetta er 14 árið í röð sem Arsenal með í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Það var Antonio Di Natale sem skoraði fyrsta mark leiksins í kvöld á 39 mínútu. Arsenal lék ágætlega í fyrri hálfleiknum en Udinese fengu margar hættulegar sóknir sem fengu mann til að svitna fyrir framan sjónvarpið. Frimpong hélt áfram sínum mjög svo skemmtilega leik og sýndi áfram að hann er framtíðar leikmaður Arsenal en hann var tekinn útaf í hálfleik fyrir Rosicky.

1-0 fyrir Udinese í hálfleik en aðeins 10 mínútum seinna skoraði Van Persie jöfnunarmark Arsenal, það var varla búið að taka miðju eftir markið þegar dómari leiksins flautar víti á Arsenal og áti þá Vermaelen að hafa snert boltann með hendi. Antonio Di Natale tók vítið og Wojciech Szczesny gerði sér lítið fyrir og varði skotið með tilþrifum. Walcott skoraði síðan á 69 mínútu og var þá staðan orðin ansi vænleg.

 

 


szólj hozzá: Udi 1-2 Ars

 

BYRJUNARLIÐIÐ:

Wojciech Szczesny
Carl Jenkinson
Thomas Vermaelen
Johan Djourou
Bacary Sagna
Alex Song
Emmanuel Frimpong(45)
Aaron Ramsey
Theo Walcott(90)
Gervinho(86)
Robin van Persie (c)

BEKKURINN:

Lukasz Fabianski
Armand Traore(86)
Ignasi Miquel
Tomas Rosicky(45)
Alex Oxlade-Chamberlain
Andrey Arshavin(90)
Marouane Chamakh

 

Comments

comments