Uncategorized — 08/04/2015 at 01:41

U21: Arsenal 4-1 Stoke; Wilshere og Gnabry spiluðu 90

by

Arsenal Squad Photograph

Serge Gnabry og Jack Wilshere spiluðu allan leikinn þegar U21 árs lið Arsenal lagði Stoke City 4-1 í gærkvöldi.

Það var Alex Iwobi sem skoraði þrennu og Stephy Mavididi sem sáu um mörk Arsenal manna í þessum leik.

Gnabry og Wilshere eru báðir að koma úr meiðslum en einnig tóku Mikel Arteta þátt í þessum leik í 59 mínútur ásamt Abou Diaby í 72 mínútur.

Gnabry og Diaby áttu sérlega góðan leik en Gnabry komst í gott færi í fyrri hálfleik sem Daniel Gyollai í marki Stoke þurfti að hafa fyrir að verja.

Alex Iwobi, sem verður 19 ára í maí átti einnig góðan leik en fyrsta mark hans var jöfnunarmarkið, hann tók þá á rás frá vallarhelming Stoke, brunaði að teignum og átti gott vinstri fótarskot í fjærhornið.

Abou Diaby átti síðan glæsilega stoðsendingu á Iwobi fyrir hálfleik, sem þakkaði pent fyrir sig, tók eina snertingu og skoraði síðan og kom Arsenal yfir.

Stephy Mavididi kom inná fyrir Mikel Arteta og skoraði þriðja mark liðsins með góðu skoti eftir stoðsendingu Jack Wilshere. Mavididi er aðeins 16 ára gamall.

Það var síðan Iwobi sem fullkomnaði þrennuna með því að fara hratt í teig Stoke manna og vippaði yfir Gyollai í markinu.

Þetta voru fyrstu keppnisleikir ársins hjá Arteta, Diaby og Wilshere en ánægjulegt að sjá þessa drengi stíga upp úr meiðslum en það er vonandi að þeir geti farið að spila með aðal strákunum bráðlega.

Byrjunarlið Arsenal í leiknum: Dejan Iliev (Mark), Ainsley Maitland-Niles, Brandon Ormonde-Ottewill, Stefan O’Connor, Kristian Bielik, Mikel Arteta (’59), Daniel Crowley, Abou Diaby (’72), Jack Wilshere, Alex Iwobi
Varamenn: Ryan Huddart (mark), Julio Pleguezuelo (’72), George Dobson, Gedion Zelalem, Stephy Mavididi (’59)

Comments

comments