Uncategorized — 23/09/2012 at 01:26

U-21 liðið tapaði 4-1 gegn West Ham

by

U-21 árs lið Arsenal tapaði sínum fyrsta leik á þessu tímabili á Föstudaginn þegar liðið tapaði 4-1 fyrir liði West Ham. Arsenal skoraði fyrsta mark leiksins á 5 mínútu og var það Elton Monteiro sem skoraði.

U-21 liðið er búið að spila núna 5 leiki Barclays Under-21 Premier League. Það vann Bolton, vann síðan 3-0 gegn liði Blackburn, unnu síðan Everton 3-0 og gerðu 1-1 jafntefli við lið Norwich. Allir þessir leikir voru á heimavelli en þessi leikur gegn West Ham var fyrsti leikurinn á útivelli á tímabilinu.

Sanchez Watt hefur skorað 4 mörk í þessum leikjum, Conor Henderson hefur skorað 3, Thomas Eisfeld hefur skorað 2 og Kyle Ebecilio og Elton Monteiro hafa skoraði sitthvort markið.

Sem stendur er Arsenal í 2 sæti í Riðli 1 með 10 stig en þessi deild er spiluð í þremur riðlum. Þú getur skoðað stöðuna hér

 

Arsenal mun næst mæta West Brom á útivelli þann 1 Október. Vonandi mun þetta tap ekki draga dilk á eftir sér.

 

Comments

comments