Uncategorized — 23/11/2013 at 17:21

Tvö gefins mörk og sigur á Southampton

by

Giroud_vs_Saints

 

Í sumar hefðu eflaust fæstir spáð því að leikur Arsenal og Southampton yrði toppslagur en svo var raunin.

Með sigri myndi Arsenal ná 4 stiga forystu  toppi deildarinnar á meðan Southampton gæti náð toppsætinu með því að vinna Arsenal.

Southampton byrjaði af krafti í þessum leik án þess þó að ógna marki Arsenal. Það var Arsenal sem fékk fyrsta færi leiksins á tíundu mínútu þegar Wilshere vippaði boltanum laglega yfir Boruc en boltinn fór í stöngina. Stuttu síðar skaut Arsenal aftur í sömu stöng og var þar af verki Ramsey með frábærri hælspyrnu.

En Boruc sem fékk á sig klaufalegt mark í síðustu umferð fékk á sig fáránlega klaufalegt mark þegar hann reyndi að sóla Giroud sem tók bara a fhonum boltann og skoraði í autt markið. Við þetta vaknaði Southampton og pressaði töluvert á mark Arsenal en Szczesny varði það sem fór á markið og staðan 1-0 í hálfleik.

Síðari hálfleikur var Arsenal erfiður en þegar þegar nokkrar mínútur voru eftir ákvað Fonte að rífa í treyju Mertesacker sem fékk víti og úr spyrnunni skoraði Giroud. Leikurinn endaði 2-0 og Arsenal með fjögurra stiga forskot á Liverpool.

SHG

Comments

comments