Uncategorized — 20/05/2015 at 11:34

Tveir frá Arsenal í EM U-21 hjá Englandi

by

Calum Chambers

Gareth Southgate, þjálfari enska U-21 landsliðsins hefur valið Arsenal mennina Calum Chambers og Carl Jenkinson í 27 manna hóp sinn fyrir EM U-21 sem fram fer í Tékklandi í sumar.

Það er einnig pláss fyrir Benik Afobe, sem spilar í dag hjá Wolves, en hann hafði verið hjá Arsenal frá átta ára aldri þar til hann var seldur til Wolves í janúar glugganum.

Það er ekkert pláss fyrir Alex Oxlade-Chamberlain og Jack Wilshere í hóp Gareth Southgate, sem verður skorinn niður um fjóra einstaklinga áður en undirbúningur þeirra hefst þann 2. júní.

Markverðir:
Bettinelli (Fulham), Bond (Watford), Butland (Stoke)

Varnarmenn:
Chambers (Arsenal), Dier (Tottenham), Garbutt (Everton), Gibson (Middlesbrough), Jenkinson (Arsenal), Keane (Burnley), Moore (Leicester City), Stones (Everton), Targett (Southampton)

Miðjumenn:
Carroll (Tottenham), Chalobah (Chelsea), Hughes (Derby County), Forster-Caskey (Brighton), Lingard (Manchester United), Loftus-Cheek (Chelsea), Pritchard (Tottenham), Redmond (Norwich City), Ward-Prowse (Southampton)

Framherjar:
Afobe (Wolves), Bamford (Chelsea), Berahino (West Bromwich Albion), Kane (Tottenham), Ings (Burnley), Woodrow (Fulham)

EEO

Comments

comments