Uncategorized — 30/08/2011 at 12:33

Traore farinn, Arsenal enn að selja

by

Armand Traore hefur nú verið seldur til Queens Park Rangers eða QPR eins og liðið er yfirleitt kallað. Verðmiðinn á Traore hefur ekki verið gefinn upp en líklegt er að Arsenal fái 1-2 milljónir punda fyrir hann.

Traore hefur leikið 32 leiki fyrir Arsenal þau fimm ár sem hann var hjá félaginu en síðasta vetur var hann í láni hjá Juventus og lék þar 12 leiki. Síðasti leikur Armand Traore fyrir Arsenal mun seint gleymast en það var gegn Man Utd síðasta Sunnudag og var hann vægast sagt mjög slakur í þeim leik.

Bless, Traore.

Comments

comments