Uncategorized — 02/10/2011 at 22:02

Tottenham – Arsenal 2-1

by

7 leikir, 7 stig. fjórði tapleikur Arsenal í Úrvalsdeildinni varð að veruleika í dag þegar Arsenal tapaði fyrir erki fjendunum í Tottenham 2-1 á White Hart Lane. Fyrsta mark Tottenham átti þó aldrei að standa þar sem nokkuð ljóst var að Van DerVart stýrði boltanum með hendi áður en hann skoraði markið. Markið stóð þó og var eina mark leiksins fram á 51 mínútu en þá gaf Alex Song frábæra sendingu fyrir á Aaron Ramsey sem skoraði. Vonbrigði leiksins komu svo á 73 mínútu en þá skoraði Kyle Walker mark af mjög svo löngu færi og vilja sumir meina að Szczesny hefði mátt verja skotið. Engu að síður 2-1 tap og Wenger sagði eftir leik að honum hefði fundist Arsenal spila í handbremsu, hvað svo sem hann meinar með því.

Arsenal byrjaði leikinn alveg ágætlega og varðist vel góðum sóknum frá Tottenham en Tottenham voru meira ógnandi í fyrri hálfleiknum. ‘i seinni hálfleik var sem Arsenal hefði vaknað af blundi og uppskáru Arsenal mark akkúrat á þeim punkti en eftir að Tottenham komst aftur yfir í leiknum þá var sem Arsenakl sofnaði aftur.

Tottenham var greinilega með betra lið í dag og hafði sigur gegn reynslulausu og sjálfstraust litlu liði Arsenal. Ég verð að segja eins og er að Arsenal má aldeilis fara að hypja upp um sig buxurnar ef það ætlar að komast í Topp 6 hópinn.

Maður leiksins: Alex Song

Bacary Sagna meiddist í leiknum og hefur nú komið í ljós að hann mun ekki spila næstu 3-4 mánuði þar sem hann er fótbrotinn.

 

BYRJUNARLIÐIÐ:

Wojciech Szczesny
Bacary Sagna(68)
Per Mertesacker
Alex Song
Kieran Gibbs
Francis Coquelin
Mikel Arteta
Aaron Ramsey
Theo Walcott(72)
Gervinho(77)
Robin van Persie

BEKKURINN:

Lukasz Fabianski
Andre Santos
Carl Jenkinson(68)
Emmanuel Frimpong
Yossi Benayoun(72)
Andrey Arshavin(77)
Ju Young Park

Comments

comments