Uncategorized — 22/07/2014 at 22:02

Albert Guðmundsson: Tíminn minn hjá Arsenal

by

albert1

Albert Guðmundsson er barnabarn Albert Guðmundssonar sem spilaði á sínum tíma tvo leiki fyrir Arsenal F.C. en fékk akki atvinnuleyfi og því varð dvölin hans stutt í London. Albert yngri fór nokkrum sinnum á reynslu til Arsenal áður en hann samdi við Heerenveen.

Ég vaknaði við þær frábæru fréttir einn daginn að Arsenal F.C. hafi verið að sýna mér ahuga. Ég hef haldið með og stutt þá síðan ég var smákrakki, líkt og allir í ætt móður minnar, án undartekningar.

Áhugi Arsenal slysaðist þannig, minnir mig, að það hafi verið sendill frá þeim á N1-mótinu á Akureyri og svo hafi hann fylgst með mér næstu ár.

Loksins fékk ég að vita þetta 14 ára og fór þá með pabba mínum þanngað að æfa og skoða í viku einn veturinn. Það var tekið vel á móti mér þarna og maður að nafni Liam brady sá um akademíuna, gamalt Arsenal legend. Hann sótti mig hvern einasta morgun og skutlaði mér á æfingar. Sá maður er 100% hreinskilinn og er ekki hræddur við að segja hlutina ef honum líkar ekki við þá. Ég man að hann tók mig inn á skrifstofuna sína einu sinni og lét mig heyra það því ég var ekki að skila varnavinnunni nógu vel á einni æfingunni. En hvað um það. Ég æfði með u18 ára liði Arsenal þessa fyrstu viku hjá þeim og spilaði svo leik heima gegn Chelsea. Við unnum þann leik 3-2. Þannig þessi vika hjá þeim gekk bara vel og ég fekk aðra viku hjá þeim sama vetur en engir leikir voru i þeirri viku.

Ég æfði áfram með u18, mönnum eins og Miquel, Zelalem, Gnabry og Ryo svo eitthvað sé nefnt. Einn daginn átti ég að fara í smá spjall, vissi ekki hjá hverjum fyrr en ég sá nafnið á hurðinni, hver ætti þessa skrifstofu. Jú það var Wenger og ég hafði sjaldan verið jafn stressaður. En þetta endaði allt vel. Þetta er góður kall og við áttum gott spjall. Þessi vika gekk líka mjög vel og ég fekk að koma aftur og svo aftur og alls voru skiptin 5 og ég var kominn vel inni hopinn og var orðinn mikill félagi strákanna i liðinu. Einnig tók ég þátt í stóru móti með u17 ára liði Arsenal, sem fór fram i Ítaliu. Þar voru lið eins og Real Madrid, Barcelona, Inter & AC milan. Okkur gekk ekkert alltof vel á þessu móti, en hins vegar góð reynsla að spila á móti svona klúbbum.

Arsenal var i mikilli samkeppni um að fá mig og ég man eftir þegar ég tók ákvörðunina að fara til Heerenveen í Hollandi, sendi ég email á Liam (Brady) og þakkaði fyrir allt sem Arsenal höfðu gert fyrir mig. En eins og ég áður kom fram þá er hann óhræddur við að segja hlutina og sagðist vera fúll úti mig. En einn daginn spila ég fyrir Arsenal.

Albert Guðmundssson jr.

albert2

Comments

comments