Arsenal Almennt — 12/08/2016 at 23:54

Tímabilið er að byrja, fréttamannafundur Wenger vs Liverpool

by

gun__1470646356_Ramsey

Enski boltinn er að byrja aftur eftir sumarfrí. Sumarfrí sem ekki verið neitt sérstaklega skemmtilegt hvað varðar kaup á leikmönnum þar sem Arsenal virðist einhverra hluta vegna ekki geta nælt í þá leikmenn sem við þurfum svona ef við miðum við hvað lið eins og Manchester United, Manchester City og Chelsea hafa verið að gera í sumar.

Arsenal hefur bætt við sig þremur leikmönnum í sumar, Granit Xhaka, Takuma Asano og Rob Holding. Og á þessum tímapunkti er vonast til þess að verið sé að leggja síðustu punktana á samning við Shkodran Mustafi sem hefur spilað með Valencia undafarin ár en han er varnarmaður sem okkur klárlega vantar þar sem Per Mertesacker og Gabriel eru báðir meiddir.

En sjáum hvað Arsene Wenger segir fyrir leikinn á Sunnudaginn.

 Hér er síðan umræða frá The Redman TV sem er Liverpool Fan síða.

Comments

comments