Tierney og Luiz fóru í læknisskoðun í morgun, Nketiah á leið til Leeds

Sagan endalausa í sumar er senn lokið. Glasgow Celtic hefur samþykkt tilboð Arsenal í Kieran Tierney sem talið er að sé um 25 milljónir punda. Læknisskoðun var síðan framkvæmd í morgun.
Sama er að segja af David Luiz, Chelsea hefur samþykkt 8 miiljóna punda tilboð Arsenal í hann og er hann sennilega í læknisskoðun eins og staðan er núna.

Þeir ættu því báðir að verða tilkynntir sem leikmenn Arsenal seinni partinn í dag

Eddie Nketiah er á leið til Leeds United á láni út þetta tímabil

Og svo , uppáhalds Tweet mitt frá David Ornstein í morgun.