Uncategorized — 30/07/2012 at 16:47

“Þrír verða seldir,” segir Wenger

by

Wenger staðfesti það í dag að þrír leikmenn verða seldir frá félaginu, Park, Bendtner og Squillaci. Aftur á móti þá ætti eftir að setjast niður með Arshavin en hann gæti óvænt átt framtíð fyrir sér hjá Arsenal.

Leikmannalisti Arsenal í dag eins og er fyllir leikmannakvótann, það er á honum eru 17 leikmenn sem eru eldri en 21 árs og ekki uppaldnir á Englandi. Ef Arsenal ætlar ekki að gera það sama og Man City í fyrra þar sem þeir einfaldlega skyldu nokkra leikmenn eftir fyrir utann listann þá þarf Arsenal að selja ætli þeir sér að fá nýja leikmenn.

Mikið hefur verið rætt um að Cazorla og Sahin eru að koma til Arsenal og því þarf að eiga pláss fyrir þessa leikmenn.

Það að Wenger talar um að selja þrjá leikmenn getur þýtt að þriðji leikmaðurin sé jafnvel á leiðinni.

SHG

Comments

comments