Úrslitaleikur HM var rétt í þessu að klárast þar sem Þjóðverjar unnu Argentínu 1-0 eftir framlengdan leik.
Özil byrjaði en Mertesacker kom inn á fyrir hann í blálokin. Enda voru Argentínumenn töluvert að þjarma að þeim.
Eftir 90 mínútur var staðan 0-0, en Özil reyndi hvað hann gat til að hjálpa liðinu sínu en þeir voru ekki á skotskónum, og þá sérstaklega Kroos en Özil bjó til tvö frábær færi fyrir hann.
Það var svo Götze sem skoraði sigurmarkið í framlengingu. En þess má geta að Þjóðverjar urðu þarna fyrsta Evrópuþjóðin til að vinna HM í Suður-Ameríku.
Þjóðverjarnir þrír í liði Arsenal, Özil, Mertesacker og Podolski eru því heimsmeistarar 2014.
SHG