Uncategorized — 07/07/2011 at 23:56

Thierry Henry markahæstur í USA

by

Thierry Henry er markahæstur í Bandarísku MLS deildini með 9 mörk en liðið hans New York Red Bulls eru nú efstir í Austurdeildinni. Auk þess að vera búinn að skora 9 mörk er hann búinn að gefa fjórar stoðsendingar.

Á síðustu leiktið náði Henry aðeins að skora 2 mörk fyrir liðið og ætlar eflaust að gera mun betur í ár. Henry skoraði sitt 9 mark í deildinni á Miðvikudaginn en þá vann New York Red Bulls Toronto 5-0.

New York Red Bulls munu spila á Emirates Stadium í byrjun Ágúst í Emirates Cup mótinu og verður Arsenal goðsögnin Thierry Henry þá vonandi heill heilsu til að mæta sína gamla félagi.

 

Comments

comments