Uncategorized — 15/07/2014 at 20:03

Theo Walcott um endurhæfinguna og Alexis Sanchez

by

Theo Walcott tjáði sig í viðtali við Arsenal.com um meiðslin, endurkomuna og komu Alexis Sanchez til Arsenal.
Theo sem er búinn að vera fjarri góðu gamni síðan Arsenal og Tottenham mættust í FA bikarnum í janúar.

Theo segist hafa unnið hörðum höndum á æfingar svæðinu í sumar að koma sér aftur í form, þá er hann ánægður með árangurinn og hlakkar gríðarlega mikið til að spila með nýjasta leikmanni félagsins.

„Sanchez er leikmaður á heimsmælikvarða og ég hef alltaf haft gaman af honum þegar hann spilaði fyrir Barcelona og núna á HM fyrir Chile. „
„Hann er ungur ennþá og hann á eftir að sýna mikinn hraða og kraft í leik sínum, eitthvað sem okkur vantaði á seinasta tímabili. Með mig og hann á köntunum þá eiga ekki mörg lið eftir að hlakka til að spila á móti okkur á komandi tímabili!“

Walcott vill ekki nefna dagsetningu fyrir endurkomu sína en er fullviss að hann komi inn í liðið af fullum krafti um leið og hann kemur aftur.

“Hnéð er allt að koma til, ég er að gera góða hluti með sjúkraþjálfaranum og þjálfurunum. Við höfum lagt virkilega hart að okkur. Hlutirnir líta vel út og það hefur verið mikil vinna seinustu fimm mánuði.

Magnús P.

Comments

comments