Uncategorized — 07/09/2014 at 17:29

Theo Walcott í leikmannahópnum gegn Tottenham 27 September

by

Theo Walcott

Theo Walcott gæti verið í leikmannahóp Arsenal gegn Tottenham þann 27. september.

Walcott hefur verið lengi frá vegna hnémeiðsla er hann meiddist gegn Tottenham í FA bikarnum í Janúar fyrr á þessu ári.

Þessi 25 ára gamli framherji er þó búinn að jafna sig af meiðslunum og stefnir á að spila sinn fyrsta leik eftir meiðslin gegn Tottenham. 

Endurhæfing Walcott hefur gengið mjög vel og því ætti hann að geta tekið þátt í leikjum hjá Arsenal það sem eftir er af þessu tímabili. Arsenal á þrjá erfiða leiki í röð í lok September og byrjun Október. Þeir mæta Tottenham þann 27. september, svo er það Galatasaray í meistaradeildinni 1. október. Því næst mæta þeir Chelsea á sunnudeginum 5 Október.

Wenger vonast eftir því að geta stillt upp Theo Walcott ásamt Danny Welbeck  í leikjunum sem framundan eru.

Welbeck, eins og mörgum er kunnugt kom til liðsins á lokadegi félagsskiptagluggans þar sem að Olivier Giroud er meiddur og ekki búist við honum fyrr en á næsta ári og búist er við því að Welbeck muni byrja sinn fyrsta leik gegn Manchester City 13 September.

Theo Walcott hefur eins og kunnugt verið lengi frá vegna meiðsla og býst hann sjálfur við því að vera í leikmannahópnum gegn Tottenham 27 September. Leikmaðurinn hefur verið í herbúðum Arsenal síðan 2006 eftir að hafa komið frá Southampton þar sem að hann gekk í gegnum unglingastarfið hjá þeim. Eftir að Walcott kom til Arsenal þá hefur hann spilað 194 leiki fyrir félagið og skorað í þeim 45 mörk


Ritari – Davíð Guðmundsson

Comments

comments