Besta Úrvalsdeildarliðið frá upphafi er án efa lið Arsenal tímabilið 2003-2004 en það sigraði Úrvalsdeildina það tímabilið án þess að tapa leik og er í daglegu tali kallað The Invincibles.
Það var sérstök dómnefnd, sem í sátu fótboltamenn, fréttamenn og fótboltalýsendur, sem völdu þetta lið það allra besta þegar ‘urvalsdeildin hélt upp á sitt 20 ára afmæli . Liðið vann 26 leiki og gerði 12 jafntefli. Það skoraði 73 mörk en fékk aðeins á sig 26 mörk.
Þetta er í eina skipti sem þetta hefur gert í sögu Enska fótboltans fyrir utan árið 1889 en þá vann Preston þetta sama afrek. Og stór spurning hvort þetta muni nokkurn tíma gerast aftur.
Ég sat á Highbury þann 15 Maí árið 2004 þegar Arsenal vann síðasta leikinn á tímabilinu og er þetta gjörsamlega ógleymanlegt atvik og tímabil.
En lítum aðeins á liðið:
Svona leit byrjunarlið Arsenal út árið 2004
Aðallið Arsenal þetta tímabil leit svona út
Þennan bikar fékk síðan Arsenal til eignar fyrir þetta mikla afrek.