Uncategorized — 03/11/2013 at 13:52

Þægilegur sigur á Liverpool fyrir framan tugi af Íslendingum

by

Arsenal v Liverpool - Premier League

Í sumar þegar stjórn Arsenalklúbbsins og Gaman Ferðir ákvaðu í sameiningu að fara á leik Arsenal og Liverpool í fyrstu hópferð þessara aðila í nýju samstarfi þá voru fáir ef einhverjir sem þorðu að giska á það að þetta yrði uppgjör efstu tveggja liðanna. Enda 16 ár síðan þessi lið mættustu síðasta og bæði lið í topp þremur.

En svo var raunin, Chelsea hafði tapað fyrr um daginn og Liverpool færðist því upp í annað sætið á markatölu nokkrum tímum áður en þessi leikur hófst. Hvernig svosem staðan í deildinni var þá hafa fleiri tugi íslenskra hjarta slegið ört rétt fyrir 17:30 þegar leikurinn var að hefjast enda alltaf sérstök tilfinning að vera á Emirates.

Það tók Arsenal 19. mínútur að komast yfir í leiknum og það var Santi Cazorla sem það gerði eftir flotta og hraða sókn Arsenal. Hann átti hörku skalla í stöng en fylgdi svo sjálfur á eftir og kláraði færið frábærlega beint fyrir framan íslendingana. Eftir þetta var í raun aldrei spurning um hvoru megin sigurinn myndi enda.

Arsenal fengu ágætist færi en náðu ekki að annað mark í fyrri hálfleik.

Arsenal hélt uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiks og fékk Giroud sannkallað dauðafæri áður en Ramsey kom Arsenal í 2-0 með frábæru skoti. Hann hefur núna skorað fleiri mörk í deildinni fyrir Arsenal á þessu tímabili en hann hafði gert í öllum 147 leikjunum fyrir þetta tímabil.

Arsenal bakkaði aðeins eftir þetta og fékk Suarez ágætis færi til að minnka muninn áður en Özil klikkað einn gegn Mingolet og endaði því leikurinn 2-0.

Eftir leiki gærdagsins er Arsenal því komið með fimm stiga forystu í deildinni.

Næst tekur við erfitt verkefni í Dortmund áður en Arsenal heimsækir Man Utd í deildinni næsta sunnudag.

SHG

 

Comments

comments