Uncategorized — 05/07/2012 at 22:14

Terry Burton ráðinn varaliðsþjálfari

by

Terry Burton hefur verið ráðinn varaliðsþjálfari hjá Arsenal auk þess að vera yfirmaður þróunarmála. Eftir að Pat Rice hætti hafa verið ákveðnar breytingar innan þjálfarateymis Arsenals. Hins vegar hefur enginn nýr verið ráðinn fyrr en núna.

Terry er þó ekki ókunnugur Arsenal, hvað þá uppeldisstarfi þeirra. Hann var leikmaður með unglingaliði Arsenal sem vann FA Youth Cup 1971. 8 árum síðar eða 1979 var hann ráðinn til starfa sem unglinaþjálfari hjá Arsenal, einungis 27 ára gamall. Hann átti sinn í að koma leikmönnum eins og Tony Adams, Martin Keown, David Rocastle, Paul Merson og Micheal Thomas í gegnum unglingastarf Arsenal og upp í aðalliðið.

Hann kemur með mikla reynslu inn í þjálfarateymi Arsenal því auk þess að hafa áður starfað hjá Arsenal hefur hann annað hvort verið þjálfari eða aðstoðarþjálfari hjá Wimbledon, Watford, Cardiff, WBA og Sheffield Wednesday.

SHG

Comments

comments