Uncategorized — 06/03/2012 at 13:31

Tekst Gunners hið ómögulega í kvöld? | Líkleg byrjunarlið

by

Seinni leikur Arsenal og AC Milan verður háður í kvöld á Emirates leikvangi Lundúnarliðsins þar sem heimamenn eiga harm að hefna frá fyrri viðureign liðanna á San Siro. Leikmenn Arsenal ásamt Arséne Wenger hafa duglegir við að benda á að allt getur gerst þegar kemur að fótbolta og því tómt mál að tala um uppgjöf í herbúðum Arsenal.

Forvitnilegt verður að sjá hvernig Wenger stillir liðinu upp en hann mun líklega leggja mikla áherslu á að sínir menn skori snemma til þess að setja pressu á Milan. Skytturnar hafa sýnt það í undanförnum leikjum að liðið hefur getuna til að skora mörk hvenær og hvar sem er, sama hver andstæðingurinn kann að vera. Það er hins vegar ljóst að marga hluti þarf að bæta frá því liðin mættust síðast, ætli Skytturnar sér að eiga von um áframhaldandi leik í meistaradeildinni þetta tímabilið. Auk þess þarf liðið nauðsynlega að halda markinu hreinu sem gerðist síðast gegn Boltan 1. febrúar (0-0).

Af liðinu er það að frétta að Arteta, Diaby og Benayoun eru allir frá í kvöld, Arteta vegna höfuðmeiðsla, Diaby er tognaður á hásin og Benayoun glímir við flensu. Auk þess er nokkur óvissa um bæði Gibbs og Rosicky en það þarf ekki að koma á óvart ef báðir byrji inná í kvöld.

Arsenal.is mun fylgjast grannt með gangi mála. Hér fyrir neðan má sjá líkleg byrjunarlið samkvæmt http://football-talk.co.uk.

Líklega byrjunarlið í kvöld

Comments

comments