Uncategorized — 08/08/2011 at 11:50

Tap, sigur og jafntefli hjá stelpunum

by

Stelpurnar í kvennaliði Arsenal halda áfram að gera það ágætt en þær hafa leikið 3 leiki síðan ég sagði frá þeim síðast og hafa unnið, tapað og gert jafntefli.

Fyrst léku stelpurnar við Everton á útivelli og töpuðu þeim leik 3-1. Eina mark Arsenal var skorað á 3 mínútu af Ellen White. Síðan lék Arsenal við Lincoln í leik sem vannst 4-0 og skoruðu þær Fleeting og Carter sitthvort markið ásamt því að Kim Little skoraði tvö stykki. Birmingham var síðan næst á dagskrá hjá stelpunum, Kim Little skoraði eina mark Arsenal í 1-1 jafntefli.

Lið Arsenal er enn í öðru sæti WSL deildarinnar, tveimur stigum á eftir Birmingham sem er í efsta sætinu. Arsenal á leik til góða.

Comments

comments