Uncategorized — 03/08/2014 at 17:14

Tap gegn Monaco

by

Arsenal v AS Monaco - Emirates Cup

Eftir að hafa fengið 8 stig í gær og 3-1 sigur Valencia í dag þá var ljóst að Arsenal þurfti 1 stig í dag, jafntefli 2-1 tap eða jafntefl 3-1 tap myndi duga til að lyfta dollunni í fyrsta sinn síðan 2010.

En þetta var ekki dagur Arsenal!

Wenger ákvað að byrja með nokkuð marga leikmenn í dag sem ekkert hafa spilað og því í lítillri leikæfingu. Byrjunarliðið var svona: Szczesny, Debuchy, Koscielny, Chambers, Monreal, Wilshere, Arteta, Alexis, Ramsey, Cazorla og Giroud.

Þetta lið var nokkuð ryðgað og sást á sumum leikmönnum að þeir hafa lítið æft. En það var skorað eitt mark og var það Falcao fyrir Monaco eftir aukaspyrnu, frekar léleg dekkning hjá Arsenal eins og markið sem þeir fengu á sig í gær.

Chambers og Giroud fóru útaf í hálfleik og komu Miquel og Chamberlain inn á. Ox fór á hægri vænginn þar sem Alexis hafði verið og Alexis fór í strikerinn.

Ox kom með mikinn kraft og allt það jákvæða sem gerðist fyrri hluta síðari hálfleiks fór í gengum hann. Arsenal náði ekki að nýta sér meðbyrinn og þegar leikar fór að hægast þá fóru allar skiptingarnar að hrynja inn og við það dó eiginlega leikurinn.

Það má þó segja það að línuvörðurinn tók titilinn af Arsenal á 82. mínútu. Pjúra víti sem dómarinn dæmdi, en línuvörðurinn tókst að láta breyta dómnum í aukspyrnu. Þetta var fyrir innan tek og til að bæta gráu ofan á svörtu þá fékk markmaðurinn sem braut á Akpom sem var kominn einn í gegn gult spjald en ekki rautt.

Meira gerðist ekki og tap staðreynd.

Comments

comments