Uncategorized — 20/01/2013 at 18:22

Tap gegn Chelsea

by

Chelsea v Arsenal - Premier League

Annan leikinn í röð mætir Arsenal aðeins til leiks í síðari hálfleik. Arsenal voru vægast sagt skelfilegir í fyrri hálfleik gegn Chelsea í dag. Giroud fékk þó tækifæri til þess að koma Arsenal í 1-0 rétt áður en Mata kom heimamönnum yfir. Lampard kom Chelsea í 2-0 úr víti en þeir voru klaufar að skora ekki fleiri mörk.

Arsenal sýndu þó í síðari hálfleik að þeir eru ekki alveg búnir að gleyma því hvernig á að spila fótbolta. Theo minnkaði muninn í 2-1 en lengra komust Arsenal ekki.

Alveg skelfilegt til þess að hugsa að á meðan leikmannaglugginn er opinn þá er ekkert lið sem á jafn marga leiki og Arsenal, samtals 8. Í stað þess að sýna smá metnað og vilja og vera með tilbúinn sóknarmann til þess að kaupa þann 1. jan þá hefur ekkert gerst í leikmannamálum liðsins. Í staðinn þá hefur Arsenal spilað fimm leiki, unnið einn bikarleik, gert tvö jafntefli og tapað tveimur leikjum. Búnir að tapa 8 stigum í deildinni. Hefði ekki þurft að gera mikið til þess að sýna liðum í kringum hver vilji okkar er, en í stað þess þá þarf að sitja á gullinu eins og Smaug í Erebor.

SHG

 

Comments

comments