Uncategorized — 06/10/2014 at 08:44

Tap gegn Chelsea um helgina

by

Chelsea v Arsenal - Premier League

Arsenal fór á Stamford Bridge um helgina staðráðnir í að spila betur en þegar þeir töpuðu 6-0 fyrr á þessu ári. Jafnframt voru þetta einu tvö liðin sem enn voru taplaus í deildinni.

Arsenal spilaði betur en síðast en töpuðu þó 2-0 og því engin huggun, enda engin stig til að taka með heim.

Hazard kom Chelsea yfir eftir 26. mínútur með mark úr vítaspyrnu og Diego Costa innsiglaði sigur þeirra bláklæddu á 78. mínútu.

Arsenal féll við þetta niður í 8. sæti og komust bæði Man Utd og Spörs uppfyrir þá um þessa helgi.

SHG

Comments

comments