Tap gegn Barcelona og Koscielny á leið til Bordeaux

Arsenal spilaði sinn síðasta æfingaleik á Sunnudaginn var, liðið mætti á Nou Camp í Barcelona og spilaði við heimamenn í Barcelona. Emery stillti upp góðri blöndu af vönum mönnum og svo þeim ungu og enn og aftur voru það ungu leikmennirnir sem stálu senunni. Joe Willock spilaði frábærlega ásamt Nelson og Aubameyang. Arsenal skoraði fyrsta mark leiksins og var þar að verki Aubameyang á 36 mínútu. 0-1 í halfleik. Barcelona komu mun sterkari inn í seinni hálfleikinn og fóru virkilega að þjarma að marki Arsenal sem varð svo til þess að Maitland-Niles gerði hræðileg mistök á 69 mínútu sem varð að sjálfsmarki. Luiz Suarez skoraði svo sigurmark Barcelona á 90 mínútu.

Byrjunarliðið:

Leno
Maitland-Niles
Chambers
Sokratis
Monreal
Xhaka
Willock
Mkhitaryan
Ozil
Nelson
Aubameyang

Mér leyst mjög vel á Arsenal liðið í fyrri hálfleik, spiluðu vel og bjuggu til færi, vörðust vel. En í síðarri hálfleiknum fór einhvernveginn allt að hrynja á sama tíma og Barcelona fór að setja meiri pressu á vörnina okkar.

2-1 sigur Barcelona.

Mkhitaryan lélegast maður Arsenal og spyr maður sjálfan sig að því hvað gerðist fyrir þennan leikmann, eins og hann var góður.

Maitland-Niles lærir vonandi af sínum mistökum í leiknum

Mustafi var varla kominn inná í leiknum þegar Suarez skoraði sigurmark leiksins og er því alveg hægt að segja ýmislegt um varnarleik Mustafi þessar 9 mínútur sem hann fékk að spila.

Martinelli átti dauðafæri í leiknum til að koma Arsenal yfir í leiknum en skaut framhjá, fer vonandi í reynslubankann.

Enski boltinn byrjar svo að rúlla á næsta Föstudag með leik Liverpool gegn Norwich en Arsenal á ekki leik fyrr en á Sunnudeginum á St. James Park í Newcastle, klukkan 13:00. Við skulum vona að þá verði kominn allavega einn varnarmaður inn í liðið, Kieran Tierney er allavega sá eini líklegi til að koma inn í liðið áður en félagsskiptaglugginn lokar á Fimmtudagskvöldið.

Laurent Koscielny er víst á þessari stundu í Frakklandi í læknisskoðun hjá Bordeaux en talið er að líklegt kaupverð Bordeaux á Koscielny sé um 5 milljónir punda.

Carl Jenkinson er svo á leið til Nottingham Forest en kaupverðið verða varla mikið meira en 2 pund þar sem hann á lítið eftir af samningi sínum við Arsenal. Jenkinson er síðasti leikmaðurinn úr hinum svokallaða „British Wenger Core“ sem er eftir hjá Arsenal en þeir Ramsey, Wilshere, Ox, Walcott og Gibbs voru hinir.

British Core. Carl Jenkinson, Alex Oxlade-Chamberlain, Jack Wilshere, Theo Walcott, Aaron Ramsey og Kieran Gibbs. (Photo by Stuart MacFarlane/Arsenal FC via Getty Images)

Það eru afskaplega litlar líkur á því að Arsenal nái að landa varnarmanni í stað Koscielny fyrir lok félagsskiptagluggans, en þeir sem eru nefndir til sögunar núna er Daniele Rugani hjá Juventus og Dayot Upamecano sem spilar fyrir RB Leipzig. Ég held að tíminn sé ekki að vinna með okkur og svo er ábyggilega verið að spara peninginn líka eftir að vera nú þegar búnir að eyða yfir 100 milljónum punda í þessum glugga.

Held að við verðum að horfast í augu við það að Sokrates, Mustafi, Chambers og Holding séu okkar Centre backs fyrir komandi tímabil.