Uncategorized — 12/10/2014 at 17:39

Szczesny varði ungan stuðningsmann Pólska landsliðsins frá öryggisvörðum

by

Szczesny

Eins og margir vita þá vann Pólska landsliðið heimsmeistara Þjóðverja í gær 2 – 0 á heimavelli og átti markvörður okkar Szczesny frábæran leik í marki Póllands og bjargaði liðinu oft á köflum í leiknum þar sem að Þjóðverjar voru mjög ágengir á markið.

Undir lok leiksins hljóp ungur stuðningsmaður Pólverja inn á völlinn og hljóp í áttina að Wojciech Szczesny, markverði Arsenal og pólska liðsins.

Stuðningsmaðurinn var himinlifandi með úrslit leiksins og fagnaði því sigrinum með markverðinum áður en að öryggisverðir ætluðu að fjarlægja stuðningsmannin af vellinum þar sem að ekki er löglegt að hlaupa inná vellina eftir leiki og getur það varðað að fólk verði bannað frá leikjum liðsins í ákveðið langan tíma.

Szczesny var ekki hrifinn af því að öryggisverðirnir reyndu að fjarlægja stuðningsmanninn af vellinum. Mjög vel gert hjá honum Szczesny okkar en mynd úr leiknum má sjá hér fyrir ofan en Szczesny skrifaði þá einnig á Instagram síðu sína ,,Látiði hann bara vera!“

Ritari – Davíð Guðmundsson

Comments

comments