Uncategorized — 21/03/2013 at 16:30

Szczesny ósammála föður sínum: Hefur alltaf fengið fullan stuðning

by

wojciech szczesny

Wojciech Szczesny, markvörður Arsenal, er mjög ánægður hjá félaginu og er ósammála athugasemdum sem komu frá föður hans í pólskum og enskum fjölmiðlum á dögunum.

Macieh Szczesny, faðir Wojciech, lét hafa eftir sér á dögunum gagnrýni á Wenger vegna meðferðar hans á Wojciech, að hann væri gerður að blóraböggli hjá félaginu.

,,Ég vil biðjast afsökunar á athugasemdum sem voru höfð eftir föður mínum í pólskum og enskum fjölmiðlum,” sagði Wojciech Szczesny en þetta kemur fram á heimasíðu Arsenal.

,,Ég vil fullvissa ykkur um það að þetta voru skoðanir föður míns en ekki mínar og þó ég virði skoðanir hans þá er ég ekki sammála þeim og finnst þær sýna vanvirðingu til liðsins sem ég virkilega elska.”

,,Ég hef verið hjá Arsenal í sjö ár og hef alltaf sýnt félaginu mikla virðingu, Arsene Wenger, þjálfarateyminu, liðsfélögum og stuðningsmönnum.

,,Ég hef alltaf fengið fullan stuðning frá stuðningsmönnum og stjóranum og er einbeittur að því að ná mínu besta á ný. Ég er stoltur af því að vera hluti af Arsenal og sé framtíð mína hjá þessu stórkostlega félagi.”

Frétt frá 433.is

Eyþór Oddsson

Comments

comments