Uncategorized — 08/07/2011 at 15:12

Sylvinho hættur, Aliadiere farinn til Lorient

by

Fréttir af tveimur fyrrverandi Arsenal leikmönnum hafa sést í dag, einn var að leggja skóna á hilluna og hinn fékk samning eftir að hafa verið samningslaus í heila leiktíð.

Fyrst er það frétt af Sylvinho, vinstri bakverðinum okkar á árunum 1999-2001 en hann tilkynnti að hann hefði nú lagt skóna á hilluna, 37 ára að aldri. Sylvinho spilaði með Corinthians í Brasilíu þegar Arsene Wenger sá hann og keypti til Arsenal. En ferill hans hjá Arsenal varði bara í tvö tímabil en Ashley Cole hélt honum út úr liðinu á þessum tíma. Eftir veruna hjá Arsenal fór hann til Celta Vigo og þaðan til Barcelona. Hann var nú síðast hjá Manchester City.

Jeremie Aliadiere fékk samning hjá Lorient í Frakklandi nú á dögunum en hann hafði verið samningslaus í heila leiktíð og æfði með Arsenal til að halda sér í formi allan síðasta vetur. Aliadiere skoraði fjöldann allan af mörkum með yngri flokkum og varaliði Arsenal á árunum 1999 – 2007.

Hver man ekki eftir þessu Sylvinho marki !

httpv://www.youtube.com/watch?v=i-om5keQspw

Comments

comments