Uncategorized — 30/07/2014 at 11:17

Sviptivindar Calum Chambers.

by

chambers21

Nýliði Arsenal Callum Chambers sagði í viðtali við Arsenal.com að seinustu ellefu mánuðir hafi verið eins og sviptivindar í hans lífi.
Þessi nítján ára gamli strákur spilaði sinn fyrsta leik fyrir Southampton í byrjun 2013-14 tímabilsins og er núna orðin partur af leikmannahópi Arsenal

Táningurinn segir að það hafi tekið tíma að venjast kröfum ensku deildarinnar en að hann hafi notið hverrar mínútu.
“Ég hef náð að halda mér á fótunum og unnið hart að mér en þetta hafa verið hörku ellefu mánuðir!”, “Að fara úr U-21 árs bolta yfir í að spila fyrir aðal liðið er svo stórt skref. Ég held að það taki meira á andlega en líkamlega og yfir jólin þá var þetta sérstaklega erfitt.”
“Ég hafði unun af mínu fyrsta tímabili. Hvert tækifæri og að spila á móti öllum þessum hæfileikaríku leikmönnum var góð tilfinning. Ég vill bara halda áfram á sömu braut og spila meira og meira.”

Arsene Wenger hefur lofað Chambers í hástert en játar að hann sé nýkominn í stöðu hægri bakvarðar eða stöðuna sem hann náði að blómstra í á seinasta tímabili.

Chambers hélt áfram að tjá sig um leik sinn og sagði ” Fyrir einu og hálfu ári síðan hjá u-21 árs liði Southampton var ég miðjumaður og sá tækifæri í því að verða hægri bakvbörður númer eitt hjá liðinu, ég taldi best fyrir mig að færa mig í þá stöðu til að geta haldið áfram að þroskast sem leikmaður. ”

Callum Chambers er leikmaður á uppleið það er á hreinu. Við vonum auðvitað að honum vegni sem best og komi til með að berjast um stöðuna við þá leikmenn sem þar eru fyrir.

Magnús P.

Comments

comments