Uncategorized — 17/09/2012 at 10:36

Styttist í endurkomu Wilshere

by

Daily Mail greinir frá því á síðu sinni að Jack Wilshere hefji fullar æfingar seinna í vikunni en hann hefur verið frá keppni í meira en ár, eða síðan Arsenal keppti í fyrra gegn New York Red Bulls á Emirates Cup.

Arsene Wenger sagði í síðustu viku að það væri ekki langt í Wilshere og að sama skapi væru Bacary Sagna og Emmanuel Frimpong á góðri leið og sagði hann að það væru 2 vikur í Tomas Rosicky.

Endurkoma Wilshere verður kærkominn fyrir Arsenal en liðið saknaði hans mikið á síðasta tímabili.

SRB

Comments

comments