Uncategorized — 14/10/2012 at 20:55

Stórkostlegu afmæli klúbbsins lokið

by

 

Arsenalklúbburinn á Íslandi bauð upp á grillveislu í Ölver í Glæsibæ í dag í tilefni 30 ára afmæli Arsenalklúbbsins sem er á morgun.

Sigurður Enoksson formaður Arsenalklúbbsins opnaði afmælið með því að bjóða fólki pylsur sem Toggi grillmeistari væri að grilla og gaf svo Sigurði Inga orðið en hann var veislustjóri dagsins.

Fyrstur á svið var Kjartan Björnsson fyrrverandi formaður klúbbsins og rifjaði hann upp fyrstu 20 ár hans. Auk þess var sýning á hluta af þeim varningi sem Kjartan hefur sankað að sér þessi ár sem hann hefur stutt Arsenal.

Eftir það komu Sigurður Enoksson og Kjartan Fr. Adolfsson gjaldkeri klúbbsins og gáfu fyrir hönd hans, Rauða Kross Íslands og Neista sitthvorn 100.000 karlinn.

 

Næstur á svið var nokkuð óvæntur gestur eða Kristinn V. Johansen sem sagði frá því þegar hann ásamt öðrum Grindvíkingum var boðið til æfinga hjá Arsenal árið 1981. Ótrúleg upplifun fyrir hann og gaman að heyra sögu sem aldrei hefur ratað í fjölmiðlana.

 

Síðasta sem gert ,var að draga úr happdrætti þar sem Ottó H. Björgvinsson fékk aðalvinninginn eða árituð treyja af öllum leikmönnum Arsenal frá því á síðasta tímabili.

Í lok afmælisins barst klúbbnum veglegur blómavöndur sem var frá Liverpool klúbbnum á Íslandi og viljum við þakka þeim fyrir það.

 

Stjórn Arsenalklúbbsins á Íslandi vill einnig þakka þeim rúmlega 100 manns sem komu og glöddust með okkur í dag.

 

Comments

comments