Uncategorized — 08/07/2011 at 00:27

Sterkt U-18 lið næsta vetur

by

Alls hafa nú 8 nýjir ungir leikmenn bæst inn í U-18 lið Arsenal en þá eru ekki meðtaldir þeir sem hafa verið keyptir til félagsins að undanförnu.

Þrír af þeim koma úr Hale End fótboltaskólanum en þeir heita Isaac Hayden, Anthony Jeffrey og Zak Fagan. Úr U-16 liðinu koma Brandon Ormonde-Ottewill, Jack Jebb og Joshua Vickers. Enn er beðið eftir svari um leyfi til þess að U-16 leikmennirnir Austin Lipman og Chuba Akpom fái að hætta í venjulegum skóla til þess að fá samning hjá Arsenal.

Síðan munu bætast við ungir leikmenn sem hafa verið keyptir til félagsins nú undanfarið, Jon Toral, Héctor Bellerín, Serge Gnabry, Leander Siemann og Kristoffer Olsson.

Samtals eru þetta 13 leikmenn sem munu bætast við U-18 lið Arsenal undir stjórn Steve Bould sem þjálfara. En Liam Brady er yfir ungliðastarfi Arsenal.

 

Comments

comments