Uncategorized — 27/09/2011 at 23:35

Stelpurnar þrefaldir meistarar á Englandi

by

Arsenal Ladies eru sannir meistarar á Englandi en þær hafa nú unnið þrennuna þar í landi með því að leggja Birmingham City í svokallaðri Continental Cup síðastliðinn Sunnudag en fyrir höfðu stelpurnar unnið FA Women’s Super League og FA Women’s Cup.

Stelpurnar unnu Birmingham 4-1 og þjálfari stelpnanna, Laura Harvey er í sjöunda himni með árangurinn og segir að þetta sé aðeins byrjunin þar sem liðið sé mjög ungt en innihalda nokkrar reynslumiklar stelpur eins og Rachel Yankey sem skoraði tvö mörk fyrir liðið á Sunnudaginn ásamt þeim Jayne Ludlow, Katie Chapman og Faye White.

Nú hefst hinsvegar keppnin í Meistaradeildinni fyrir alvöru hjá stelpunum og munu þær mæta FC Bobruichanka 29 September og 5 Október í 32 liða úrslitum. Fyrst að heiman og svo heima. Sigurvegarar úr þeirri viðureign sem verður vonandi Arsenal munu mæta annað hvort PK-35 Vantaa frá Finnlandi  eða Rayo Vallecano de Madrid frá Spáni í 16 liða úrslitunum.

Til hamingju stelpur og vinnið nú fyrir okkur Meistaradeildina.

Comments

comments