Uncategorized — 15/04/2012 at 11:22

Stelpurnar spila í dag við Frankfurt

by

Kvennalið Arsenal eða Arsenal Ladies eins og þær eru nú oftast kallaðar spila í dag klukkan 14:00 við kvennalið Frankfurt í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Hinn undanúrslitaleikurinn er á milli Lyon og Potsdam frá Rúmeníu. Leikurinn verður spilaður á Boreham Wood FC.

Arsenal komst í undanúrslit meistaradeildarinnar í fyrra en tapaði þá samanlagt 5-2 fyrir liði Lyon sem unnu meistaradeildar titilinn. Laura Harvey sem er þjálfari/stjóri stelpnanna segir að hin liðin sem hafa náð svona langt í keppninni séu með miklu betra bakland þ.e fjárhagslega heldur en sitt lið en vill jafnframt meina að liðið sé betra núna en í fyrra.

Við munum að sjálfsögðu halda áfram að fylgjast með stelpunum.

 

Comments

comments