Uncategorized — 02/12/2012 at 09:00

Stærsta hópferð í sögu Arsenalklúbbsins

by

Eftir nokkra ára vinnu hjá stjórn Arsenalklúbbsins á Íslandi og þeim sem henni tengjast þá kom að því að farið var af stað í stærstu hópferð sem skipulöggð hefur verið af Arsenal Iceland.

Miðvikudaginn 24. október fóru 40 manns af stað frá Íslandi til London með fyrsta Wow-Express fluginu sem farið var frá Íslandi til þess að horfa á leik Arsenal og Schalke í Meistaradeild Evrópu. Þetta var jafn stór hópur og „venjuleg“ telst sem venjuleg hópferð á vegum okkar frábæra klúbb. En í þessari ferð var þetta bara smá hópur sem vildi taka helgina extra snemma og mæta degi á undan restina af hópnum sem ekki voru nema 180 manns.

Hér heima hafði farið mikil vinna í það að koma öllum í eins peysur fyrir leikinn og gaman var að sjá að menn mættu í henni upp á flugvöll.

Ekki var nein eiginleg dagskrá þennan fyrsta dag annað en það að mæta upp á Gunners þar sem fólkið fékk miðana sína. Farstjórarnir þurftu fyrr um daginn að fara og sækja þá þar sem ekki var tekin nein áhætta með að senda 240 miða með póstinum. Myndin hér að neðan er tekin rétt fyrir utan Gunners pöbb þar sem sjá má íbúðir núna þar sem áður var Highbury.

 

Svo tók náttúrulega leikurinn við. Arsenal voru ekki sannfærandi í þessum leik, en fyrst og fremst vegna þess hversu góðir Schalke voru. Eins og sagt er, þú spilar ekki betur en andstæðingurinn leyfir þér. Mjög mikið hefur verið rætt um svæðisvörn Arsenal í föstum leikatriðum síðustu árin. Eitthvað sem flestir áttu von á að myndi hverfa þegar Bould tæki við. Hér að neðan er lýsandi mynd um þessa vörn. Þetta eru þrír stærstu menn Arsenal sem voru inn á vellinum. Hverja eru þeir að dekka?

 

Aðdáendur Schalke voru hreint út sagt frábærir í þessu leik. Þeir sungu og sungu og eitthvað segir mér að þeir hefðu haldið áfram þó Arsenal hefði komist yfir. Leikmenn voru að sjálfsögðu ánægðir með þetta og fór til stuðningsmanna sinna, yfir skiltin og löbbuðu með fram fremstu sætaröðinni og gáfu öllum áhorfendum five auk þess að gefa treyjur sínar. Undir lokin voru Arsenal aðdáendur farnir að klappa fyrir þessu framtaki Þjóðverjanna.

 

Eftir þetta kom ekkert annað til greina en að fara að sofa. Sama hversu lítið maður gerir, þá er alltaf þreytandi að ferðast milli landa og fimmtudagurinn sem var að fara að ganga í garð átti eftir að vera langur en frábær engu að síður. Þessi sami hópur ef frá er talinn Siggi formaður átti að mæta fyrstur af þremur hópum í skoðunarferð um völlinn. Þegar við vorum að fara upp í rútu frá hótelinu þá vor 70 manna hópur sem flogið hafði um morguninn með IcelandAir að mæta. Eins og við deginum áður þá vour þarna allir í rauðu peysunum.

 

Skoðunarferðin var nokkuð venjulega, búningsklefar, aðstaða stjórnarmanna, varamannaskýli skoðuð en þessi hópur fékk ekki að skoða blaðamannaherbergið þar sem í gangi var blaðamannafundur með Wenger. yfirleitt eru þeir á föstudögum en vegna þess að aðalfundur stjórnar Arsenal með hluthöfum var seinna um daginn þá var föstudagsfundinum flýtt.

 

Þar sem töluverð bið var á eftir næstu hópum. 70 manna hópurinn var að koma upp á hótel þegar við lögðum af stað í okkar skoðunarferð, restin eða 110 manns voru heilli klukkustund eftir á. Sumir fóru að fá sé í svanginn á McDonalds, sumir fóru í Arsenal safnið á meðan nokkrir fóru að skoða gamla Highbury. Það var stutt heimsókn þar sem við vorum varla komin inn þá kom öryggisvörður og rak okkur út þar sem þetta svæði væri núna í einkaeign.

 

Þegar allir hópar voru búnir í sínum skoðunarferðum sem eins og alltaf, eru jafn mismunandi og þær eru margar. Þá var komið að því að loka Arsenalbúðinni. Okkur var hins vegar hleypt inn og fengum við búðina fyrir okkur og svona líka skemmtileg skilaboð frá Arsenal F.C.

 

Eftir að allir voru búnir að tæma veskin sín þá tók við hápunktur fimmtudagsins ef ekki hápunktur ferðarinnar. Allir saman, 234 manns, út að borða á einum af fjórum veitingastöðum sem staðsettir eru á Emirates Stadium, Dial Square. Þarna voru tveir kóngar Ray Parlour og Siggi formaður. Ray gaf sér góðan tíma með aðdáendum auk þess að svara nokkrum spurningum á meðan menn gæddu sér á eftirréttinum. Tekið var svo viðtal við Ray sem sjá mér hér neðst.

 

Eftir að menn notuðu föstudaginn til þess að hvíla sig til við laugardagurinn þar sem farið var að sjá Arsenal spila við QPR. Eins og sjá má á þessari mynd þá vou menn mættir í rétt peysunni.

Og þrátt fyrir að vera “bara” 222 þá mátt allstaðar sjá rauða peysur frá Arsenal Iceland. Fyrir leik var svo tekið viðtal við þann sem bloggar á Arsenal.com og minntist hann á okkur. Auk þess þá sáumst við á stóra skjánum sem gerði lítið annað en að fylla mann stolti.

 

Leikurinn var ekki sá skemmtilegasti en 1-0 sigur og jafn mörg stig sem fást fyrir það og skemmtilegur leikur sem endar 7-5. Hefði samt viðjað sjá Podolski skora úr þessari aukaspyrnu.

 

Eftir leik þá fengum við að fara að varamannskýli Arsenal þar sem Thomas Vermaelen og Mikel Arteta komu og hittu okkur auk þess að gefa Arsenal Iceland flotta gjöf.

 

Stærsta og skemmtilegast hópferð sem Arsenal Iceland hefur staðir fyrir, það er alveg pottétt!

 

httpv://youtu.be/sEHJfNUSCEk

SHG

Comments

comments