Uncategorized — 11/07/2011 at 10:33

Staðfest: Gervinho er leikmaður Arsenal

by

Arsene Wenger og Arsenal eru nú búin að staðfesta að Gervinho sé orðinn leikmaður Arsenal. Hann fór ekki með liðinu til Asíu en honum voru gefnir nokkrir auka dagar í frí og mun byrja að æfa þegar félagið kemur til baka frá Asíu.

Gervinho skoraði 15 mörk í fyrra með fyrrverandi liði sínu Lille og varð Franskur meistari með því.

Hann er fæddur 27 Maí 1987 og er því 24 ára. Hann er 179cm á hæð og spilar bæði sem vængmaður og framherji. Hann er frá fílabeinsströndinni og hefur leikið 27 landsleiki fyrir land sitt og skorað í þeim 6 mörk.

Velkominn að vera orðinn Gooner!!

Comments

comments