Uncategorized — 01/10/2011 at 00:02

Staða meiðsla fyrir leikinn gegn Tottenham

by

Af meiðslum leikmanna fyrir leikinn gegn Tottenham á Sunnudaginn er það að frétta að það er nánast útilokað að Koscielny verði með. Staðan hjá Walcott og Gervinho verður metin á Sunnudag. Meiri líkur eru þó á því að Walcott muni ná leiknum en Gervinho var haft eftir Arsene Wenger í dag.

Benayoun og Squillaci eru báðir heilir. Squillaci er ekki í leikformi en Benayoun verður í hópnum.

Enn eru ca. 3 vikur í að Thomas Vermaelen verði heill að nýju eftir uppskurð og Wilshere verður frá næstu 5 mánuði.

Alex Oxlade-Chamberlain verður líklega í hópnum á Sunnudag.

Mjög líklega verður Alex Song í vörninni eins og gegn Olympiacos á Miðvikudag.

Þetta er allt haft eftir Arsene Wenger. Leikurinn gegn Tottenham er á Sunnudaginn klukkan 15:00

Comments

comments